Ekki er nú gott að vera í félagsskap manna sem eru blóðugir upp fyrir axlir

Eftirfarandi ályktun er frá Samtökum hernaðarandstæðinga.

Samtök hernaðarandstæðinga mótmæla fyrirhuguðum heræfingum NATO-ríkjanna Noregs, Danmerkur, Bandaríkjanna, Lettlands og Íslands sem ætlunin er að halda dagana 13. til 16. ágúst næstkomandi. Ekkert réttlætir misnotkun á íslensku landi og íslenskri land- og lofthelgi til æfinga í meðferð drápstóla. Ekkert réttlætir heldur misnotkun á íslensku almannafé – 45 milljónum króna - til að borga undir slíkt.

Ísland, sem menn vilja á tyllidögum kalla herlaust land, ætti að sjá sóma sinn í því að hafna hvers kyns hernaðarbrölti. Því er það grátlegt að Ísland skuli þess í stað ýta undir það með því að bjóða hingað til æfinga herjum erlendra ríkja, þar á meðal Bandaríkjaher sem er blóðugur upp fyrir axlir vegna þátttöku sinnar í hverju siðlausu stríðinu á fætur öðru.

Æfingar af þessum toga eru ekki aðeins aðferð herveldanna til að þjálfa herlið sitt heldur einnig til að staðfesta áhrifasvæði sitt, berast á gagnvart hugsanlegum andstæðingum og jafnvel ögra þeim. Þeim fylgir mengun, ónæði og hætta. Þær staðfesta hlutverk Íslands sem lítils NATO-peðs sem Bandaríkjamenn geta treyst á að styðji allt hernaðarbrölt
sem þeir taka sér fyrir hendur.

Sjá nánar http://fridur.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Vel mælt en þeir mættu nú grafast fyrir um ástæður hernaðarbröltsins og hollywoodsjó sem eru sett á svið til að ljúga það af stað.

Baldur Fjölnisson, 28.7.2007 kl. 23:20

2 Smámynd: Haukur Kristinsson

hvernig hefði seinni heimstyrjöldin endað  ef margir þínum líkum hefði verið við völd? bara vera hlutlausir og leyfa morðóðum klikkhausum að vaða yfir evrópu? ættir aðeins að tékka á sögunni og blogga svo, þetta getur gerst aftur

Haukur Kristinsson, 29.7.2007 kl. 00:34

3 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Wall Street mokaði peningum í Hitler og Standard Oil gerði honum í raun kleift að heyja styrjöldina með því að láta honum í té tækni til að vinna olíu úr kolum. Stríð verður aðeins háð með orku eins og þú hlýturskilja. Einfeldningslega söguskýringar kjána á borð við Davíð Oddsson og aðra álíka og þá sem heilaþvoðu hann duga ekki.  

Baldur Fjölnisson, 29.7.2007 kl. 00:53

4 Smámynd: Þórir Hrafn Gunnarsson

Haukur:

Hefði margir líkir Jóhanni bloggara verið við völd þá hefði seinni heimstyrjöldin sennilega orðið ansi stutt... þar sem enginn hefði farið í stríð.

Helsta vandamálið við evrópu á tímum seinni heimstyrjaldar var klárlega ekki skortur á stríðsæsingarmönnum.

Kveðjur :)

Þórir Hrafn Gunnarsson, 29.7.2007 kl. 01:41

5 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Það er náttúrlega ekki sérlega gæfulegt að vera í slagtogi við þá sem eru með allt niður um sig í stríðum sem eru login af stað á fölskum forsendum. Hver utanríkisráðherrann af öðrum hefur því hrökklast úr embætti við lítinn orðstír á síðustu misserum. Af einhverjum ástæðum hafa þeir allir reynt að búa til ævintýri um sérstakan vinskap við ráðamenn í Bandaríkunum. Sem sjálfsagt hefur aukið veltuhraða þeirra. Kannski hafa þeir bara verið með spinndoktora sem voru enn vitlausari en þeir sjálfir. Það er ekki gott að segja. 

Baldur Fjölnisson, 29.7.2007 kl. 02:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband