750 kr. bjór

Smá um neytendamál:

Ég fór með kunningja mínum sem ég hef ekki hitt lengi á bar í miðbænum í gærkvöldi. Það er í sjálfu sér ekki í frásögu færandi nema hvað. Á börum fær maður sér stundum einn kaldann úr krana og það var það sem við gerðum. Ég held að ég sé nú ekkert svakalega nískur en við vorum rukkaðir um kr. 750 á hvorn bjór og þótti okkur eiginlega nóg um.

Bíðið nú við er ekki ástæða til að spyrja í framhaldi af þessu hverjir hafa verið við stjórn landsins undanfarna áratugi?

Svör skrifist í athugasemdir.

JB


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll,

Því miður hefur Sjálfstæðisflokkurinn ekki verið einn í stjórn síðustu ár og sést það glögglega á því bjórverði sem þú ert að borga.

Sjálfstæðisflokkurinn er eini flokkurinn sem vill lækka áfengiskaupaaldur, lækka áfengisverð og leyfa sölu á áfengi í verslunum.

Því vil ég ekki sjá þessar athugasemdir frá þér fyrr en þú játar það að X við D er besti kosturinn.

nei (IP-tala skráð) 26.7.2007 kl. 11:57

2 identicon

Sælir.

Það gleymist kannski að það er veitingamaðurinn sem ákveður hvað bjórinn kostar. Ef hálfs lítra kolla af bór kostar 750 kall, þá er veitingamaðurinn að leggja á c.a 600 kall. Fyrir c.a 20 árum síðan vann ég sem þjónn á veitingastað og þá var föst álagning 90% en ekki 300% eða þaðan af meira eins og nú er, og gekk veitingamönnum bara þokkalega að reka sig.

Ríkisstjórnin og Sjálfstæðisflokkurinn kemur þessu máli bara ekkert við, heldur græðgi veitingamannsins.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 26.7.2007 kl. 13:16

3 Smámynd: Þórir Hrafn Gunnarsson

Humm...

Vissulega er bjórinn þinn dýr. En það eru nú til ódýrari staðir en Thorvaldsen ;)

Kveðjur :)

Þórir Hrafn Gunnarsson, 26.7.2007 kl. 14:14

4 identicon

Þeir sem borga þetta verð halda verðinu uppi. Það er víða hægt að fá bjór á 500 og 600 kr, sem er svipað verð og er algengt í Danmörku 45 DKR, þó áfengisskattar og verð úr búð sé mun lægra þar.

Stjáni (IP-tala skráð) 26.7.2007 kl. 14:40

5 Smámynd: B Ewing

Kaupi bara ekki bjór því að:

a) hann er vondur, almennt.

b) hann er rándýr, alltaf

c) Hann er eins þegar hann fer inn og þegar hann fer út úr líkamanum, ógeðslegt. :p

d) Hann er vondur, aftur.

B Ewing, 26.7.2007 kl. 15:08

6 Smámynd: Róbert Tómasson

Væri gaman að vita hvar Stjáni fann bjór á Dkr. 45 í Danmörku, er sjálfur nýlega fluttur heim úr danaveldi og borgaði yfirleitt svona ca. 15 Dkr. fyrir öllarann, ódýrasti bjórinn í verslunum var 57 Dkr. kassinn með 30 flöskum ef maður var með kassa og tómar flöskur.

Róbert Tómasson, 26.7.2007 kl. 17:00

7 identicon

Róbert, það er t.d. hægt að byrja á Kastrup, en hér eru t.d tveir linkar  Tuborg Fadøl 50cl 49 Tuborg Fadøl 50cl 45 Værir þú nokkuð til í að gefa mér link á stað sem selur 50cl öl á 15 kr. og er ekki stúdentagarður eða álíka?

Stjáni (IP-tala skráð) 26.7.2007 kl. 23:02

8 identicon

Þakkaðu bara fyrir að þú máttir kaupa bjór. 

Ef ónefndur flokkur hefði verið við völd þá væri hann ekki leyfður.

Kalli (IP-tala skráð) 27.7.2007 kl. 09:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband