25.7.2007 | 14:22
Hola Presidente
Ég þekki ekki vel til í íslenskri blaðamannstétt, en einhvernveginn þá virðist ekki liggja mikill áhugi á að kafa of djúpt ofan í hlutina og kanna ýmsar hliðar þeirra. Kannski er viljinn til staðar en bara ekki tími þar sem það er komið að útgáfutíma og allt þarf að gerast svo hratt annars brjálast neytendur sem vilja fá blöðin sín strax.
Ég hef tekið eftir því að þegar blöðin hér á landi fjalla um nokkra valda pólitíkusa útan úr heimi (og hef ég einkum þrjá í huga að sinni þá Hugo Chavez í Venezuela, Evo Morales í Bólivíu og Fidel Castro á Kúbu) þá eru fréttirnar litlar og afskaplega einfaldar. Dæmi um umfjallanir "vel upplýstra" íslenskra fjölmiðla um þá þremenninga er einatt á þessa lund:
* Fidel Castro er elliært gamalmenni sem ratar ekki frá völdum og getur þar að auki ekki dáið, en hann hlýtur að fara að deyja.
* Evo Morales er forfallinn kókalaufatyggjandi sem býr einhversstaðar hátt uppi í fjöllum.
* Hugo Chavez er valdasjúkur skapofsahundur sem er á móti sjónvarpi og útlendingum sem segja skoðanir sínar.
Þetta er dæmi um hvernig íslensku fjölmiðlarnir mennta lesendur í alþjóðamálunum á Íslandi og síðast í Blaðinu í dag á bls. 8.
En fyrir þá sem þora að skoða hlutina nánar þá vek ég athygli á ágætri bók sem ég hef nýverið lesið um þessa þremenninga sem gefur aðeins aðra mynd af þeim og setur hlutina í víðara og sögulegt samhengi en hún heitir "Pirates of the Caribbean, Axis of Hope" og er eftir Tariq Ali:
Einnig má benda blaðamönnum og öðrum áhugasömum á að kíkja á frekari og fjölbreyttari umfjallanir á vefnum
http://www.venezuelanalysis.com/
Það skaðar allavega ekki að skoða fleiri hliðar.
JB
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:52 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.