21.7.2007 | 11:13
Þegar alveg eins kjólar mætast
Fyrir þá sem hafa gaman af því að glíma við viðfangsefni úr heimspeki hversdagsleikans þá er hér eitt verkefni fyrir helgina:
Fréttablaðið greinir frá því í morgun að Birgitta Haukdal hafi í kveðjuhófi Bjarna Ármannssonar verið í alveg eins kjól og Unnur Birna var í í brúðkaupi Emelíu Nylonsstúlku.
Það eru gömul sannindi að ekki þykir það vita á gott að klæðast eins kjól og einhver önnur eins og fréttin ber með sér. Enn verra þykir það víst ef konurnar eru í alveg eins kjólum á sama stað á sama tíma.
Nú er verkefni hversdagsheimspekinnar að reyna að skýra, skilja og túlka þann veruleika sem við búum í og því er það heimspekilegt verkefni ykkar lesendur góðir að svara eftirfarandi spurningu:
Hvernig getum við útskýrt það ástand sem fer af stað ef tvær konur mætast í alveg eins kjólum?
Vert er að geta þess að sjálfur hef ég ekki svarið við þessu og því vísa ég þessu til ykkar ágætu lesendur til rökræðna. Öll svör eru vel þegin og engin svör verða dæmd heimskuleg án ítarlegrar skoðunar, enda eiga allar pælingar rétt á sér þegar glímt er við heimspekileg viðfangsefni hversdagsleikans.
Gangi ykkur vel
JB
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:15 | Facebook
Athugasemdir
Hef tvisvar mætt konu í nákvæmlega eins kjól og ég var í. Það fyrra var á Þorrablóti fyrir 29 árum á Vesturlandi. Kjóllinn var mjög sérstakur með arabísku sniði og keyptur í einu arabísku búðinni sem þá var til í Reykjavík. Ég kláraði að borða og stökk svo heim í næsta hús við staðinn og fór í buxur og jakka þegar byrjað var á dansi - þetta var ekki þægileg reynsla. Það seinna var í Þjóðleikhúskjallaranum og þá var það ekki óþægilegt - við þekktumst konurnar og höfðum gaman af að vera með svipaðan smekk.
Edda Agnarsdóttir, 21.7.2007 kl. 13:34
Að sjálfsögðu skiptir máli við hvaða aðstæður þessi staða kemur upp. Í galaveislu er þetta auðvitað mjög slæmt. Segjum að við séum á árshátíð stærsta banka landsins, og bankastjórafrú gangi í salinn í sínum flotta kjól, síðan kemur ræstingakona í nákvæmlega eins kjól og situr á næsta borði. Sú síðarnefnda verður kannski dálítið upp með sér en sú fyrrnefnda verður sjálfsagt ekki eins kát. Sem sagt staða konunnar í þjóðfélaginu ræður viðbrögðum hennar við þessum óvæntu aðstæðum.
En förum svona 40 ár aftur í tímann þegar 70% af öllum konum gengu í Hagkaups sloppum, þær voru ekki að hugsa um svona hluti enda fóru þær kannski ekki á mannfagnaði á sloppunum.
Gísli Sigurðsson, 21.7.2007 kl. 14:41
bara dobbluð fegurð á kjólnum þessa kvöldstund. vona að þetta hafi ekki rústað kvöldinu fyrir stúlkunum... úbbs hvað það er erfitt stundum.... ég meina erfitt að skilja konur!
arnar valgeirsson, 21.7.2007 kl. 18:44
ástandið er hægt að útskýra sem forheimsku, annars er fátt um svör hjá mér. Nánari upplýsingar geturðu nálgast á; þessari síðu
halkatla, 22.7.2007 kl. 00:22
það er heimskulegt að svona lagað komist í fréttir, eiginlega átakanlegt.
halkatla, 22.7.2007 kl. 00:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.