Varúð, hömlulaus markaðshyggja skerðir lífshamingju

Ísland er það land í Evrópu sem er best fallið til þess að veita þegnum sínum hamingjuríkt líf segir í niðurstöðum rannsóknar sem New Economics Foundation og Friends of Earth stóðu fyrir. Norðurlöndin komu mjög vel út í umræddri könnun en athygli vekur að þau ríki sem byggja mest á markaðshagkerfi koma verst út.

Ekki kemur það mér neitt sérstaklega á óvart að rík markaðshyggja skuli vera þáttur sem skerðir lífshamingju fólks enda er markaðshyggjan þekkt fyir að hampa streituvaldandi græðgi, eiginhagmunadýrkun og gerviþörfum og skeyta lítt um hin samfélagslegu og mannlegu gildi.

Í góðum fyrirlestri sem Magnús Skúlason hélt fyrir mögrum árum og var gefinn út af H.Í. 1988 hefur hann nokkuð að segja um þær röngu áherslur hv varðar lífsgæði sem margir aðhyllast nú á tímum og vert er að taka til athugunar:

"Það ríkir öfgakenndur áhugi á ytri efnalegri velmegun, góðri afkomu og kaupgetu. Það ríkir ágjörn og eigingjörn lífsþægindastefna með áherslu á útlit og ytra borð hlutanna og skjóta fullnægingu þarfa - og gerviþarfa. Undir yfirborðinu er tómleiki, eirðarleysi og kvíði." (Skaðsemi velmegunar bls. 9)

Við þurfum að gæta þess að ráðandi pólitíkusar hér á landi nái ekki að gegnsýra samfélagið allt af óheftri og gráðugri markaðshyggju. Þegar upp er staðið er spurningin sú hvort hamingjunni sé fórnandi á altari markaðsdýrkunarinnar með öllum þeim lífsstíls og velmegunarsjúkdómum sem henni fylgja.

JB


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bentu mér á betra system en frjálshyggju og markaðshyggju.  Hefur jafnaðarstefnan sem þú boðar einhvers staðar virkað í alvörunni?  Held ekki.  Það er alla vega teljandi á fingrum annarar handar.  Kúba? N-Kórea?  Og ekki segja að það hafi virkað á Norðurlöndunum.  Því hún hefur það ekki.  Bullandi atvinnuleysi og lág laun.  Been there.

Guðjón (IP-tala skráð) 18.7.2007 kl. 13:57

2 Smámynd: Benedikt Halldórsson

þú segir að þær þjóðir þar sem markaðshyggjan sé sem mest sé útkoma verst í könnunni, og þá ertu væntanlega að vísa til, Happy Planet Index,. En nú hefur "skefjalaus markaðshyggja", verið ríkjandi á íslandi í 12 ár, samkvæmt því sem Steingrímur J, og fleiri góðir menn hafa haldið fram.

Annað sem er athyglivert er að ísland er afar grænt og vistvænt land samkvæmt könnunni. En hefur ekki ríkt "skefjalaus stóriðjustefna" á íslandi undanfarin ár samkvæmt því sem þessi sami Steingrímur annað gott fólk hefur haldið fram?

Ef við tökum mark á þessari könnun hljótum við að viðurkenna að Ísland hafur verið vel rekið, að hér hefur verið búið vel að fólki í ásættanlegri sátt við umhverfi á náttúru. Ekki satt?

Benedikt Halldórsson, 18.7.2007 kl. 14:34

3 identicon

Guðjón:

A) Hvernig tengist jafnaðarstefnan Kúbu og Norður Kóreu? Næ ekki alveg tengingunni.

B) Er "bullandi atvinnuleysi og lág laun" á Norðurlöndunum? Síðan hvenær og miðað við hvað? Há laun eru ekki einu lyklarnir að hamingjunni. Velferð tengist mörgu fleiru. Svo sem almennu heilbrigði (öflugu heilbrigðiskerfi),  öryggi (friði og lágri glæpatíðni), persónufrelsi (jafnrétti óháð kyni, kynhneigð, trúarskoðun o.s.frv), frítíma með fjölskyldu (almenn frí, veikindaréttur, fæðingarorlof o.s.frv), atvinnuöryggi og mörgu fleiru. Þar skora velferðarsamfélögin á Norðurlöndunum (sem "ekki virka" að þínu mati) mjög hátt. 

Benedikt: 

Ég er sammála því að það er engin "skefjalaus markaðshyggja" á Íslandi enda eru flestir Íslendingar jafnaðarmenn. Það er helst rifist um það HVERSU öflugt velferðarkerfi á að vera hér, ekki hvort hér eigi að vera velferðarríki.

Sigurður Hólm Gunnarsson (IP-tala skráð) 18.7.2007 kl. 19:48

4 identicon

Er þetta listin sem þú ert að tala um? Kúba (6) og Mexíkó (38) eru ofar á listanum en Bandaríkin (150)! Hvernig útskýrir þú þá stöðugan straum efnahagsflóttamanna frá þessum löndum til hinna hræðilegu Bandaríkja? Fólk hættir lífinu til að komast úr þessum sælugörðum.

Kúba er líka ofar en Ísland (64), Danmörk (99), Noregur (115), Svíþjóð (119) og Finnland (123).

Það er furðulegt að einræðis- og kommúnistaríkið Kúba er ofar á listanum en nær öll frjáls ríki heimsins. Skiptir stjórnmálafrelsi og lýðræði virkilega svona litlu máli?

Það getur hver sem er búið til hamingjuindex í kring um sínar stjórnmálahugmyndir og síðan "sannað" það að þær leiði til mikillar hamingju.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 06:59

5 identicon

Þessi umræddi listi hefur ekkert með hamingju þjóðar að gera:

 http://www.happyplanetindex.org/reveal2.htm

"The HPI is not an indicator of the happiest country on the planet, or the best place to live. Nor does it indicate the most developed country in the traditional sense, or the most environmentally friendly. Instead, the HPI combines all of these providing a method of comparing countries’ progress towards the goal of providing long-term well-being for all without exceeding the limits of equitable resource consumption."

 Happy Planet Index er því mjög villandi heiti. 

Sigurður Hólm Gunnarsson (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 10:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband