Í um 10 ár hafði verið ljóslaust á einum stað í íbúðinni þegar konan mín sá ljós á Ítalíu í fyrra sem gæti hentað. Ljósið var afskaplega einfalt og látlaust plastljós sem kostaði litlar 1500 íslenskar krónur. Eftir að heim var komið kom í ljós að íslendingar "voru með æði" fyrir svona ljósi. Eitthvað sem við höfðum ekki hugmynd um. Þetta þótti víst ógeðslega "kúl" hjá þeim sem eru inni í ljósa og húsbúnaðarbransanum. Enda kostaði fimmtánhundruðkrónaljósið kr.10.800 s.l. sumar.
Í gær fengum við gest í heimsókn sem benti á ljósið og sagðist hafa séð nákvæmlega eins ljós (já nákvæmlega eins fimmtánhundruðkrónaljós úr plasti) til sölu á rúmar 17.000 í búð nokkurri hér í borg. Jú þetta er rétt skrifað sjautjánþúsundkrónur.
Hugsið ykkur þvílíkt rugl á verðlaginu hér á landi. En það er ekki bara verðlagið. Hvað segir þetta okkur um neysluskynsemi fólks ef hægt er að selja því fimmtánhundruðkrónaljós á rúmar 17.000? Það segir sig sjálft að ef fólk er til í að borga þennan pening þá er varan að sjálfsögðu seld á þessu verði. Í slíkum tilvikum er ekki víst að upptaka evrunnar breyti nokkru.
JB
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Með tollum, vörugjöldum og flutningi þá ætti ljósið að kosta um 3.000kr. heim komið en þá er ekki verið að huga að álagningu seljanda. Mér finnst helv. gott að geta lagt 14.000kr. á vöruna og "allir" sáttir.
Kristín (IP-tala skráð) 17.7.2007 kl. 11:53
'Otrúlegt.
Gunnar Skúli Ármannsson, 17.7.2007 kl. 16:48
Það er nákvæmlega málið, við erum tilbúin til að borga þessa upphæðir og þar með er fullkomlega réttlætanlegt af hálfu verslana að verðleggja eins og þeim sýnist. Eitt grundvallarlögmál hagfræðinnar er að virði hluta er nákvæmlega það sem einhver er tilbúinn til að borga fyrir það.
Ég man eftir þegar ég var í Prag um árið og fékk fyrsta og eina shopping-spree sem ég hef fengið, þá keypti ég svona litlar kristalstyttur, litla bangsa og svani og svona. Kostaði að meðaltali um 500 kall þarna, en kostaði 5000-8000 kr í Tékk-kristal.
Sigurður Karl Lúðvíksson, 17.7.2007 kl. 16:51
Ég og faðir minn höfum löngum rætt þessi mál. Einnig um verðlag á móti launum.
Hann átti það til að taka saman dæmi um hljómfærabúðir. Ef sölumaður selur einn gítar á dag yfir allan mánuðinn er hann búin að selja meira en nóg fyrir laununum sínum, upphald á búðinni og svo framvegis, en aldrei fær maðurinn svo mikið sem brotabrot af verð gítarsins í laun.
Benda má að faðir minn vinnur í Noregi, þar sem laun eru meira í samræmi við verð.
Ásta Gunnlaugsdóttir, 17.7.2007 kl. 17:34
Sko......verðlag og laun osv haldast í hendur. Hvort viltu fá launin sem ljósasölumaðurinn á ítalíu fær eða ljósasölumaðurinn á Íslandi fær? Það er líka rosa ódýrt að kaupa mjólk í Armeníu.
Guðjón (IP-tala skráð) 17.7.2007 kl. 20:38
Já ég tek undir þetta verðlag er algjört rugl og það sem verra er að það er fjöldi fólks sem afsakar þetta samanber hér að ofan, ég var að koma frá USA og sá dvd spilara með skjái til að hafa í bíl þar kostaði settið 170 $ og ég sá sömu gerð auglýsta í mogganum í dag á niðursettu verði á 29 þús, ég sá gasgrill í búð ér á kr. 33 þúsund ern verð á umbúðum var 160 $ svo eru menn að tala um verð á mjólk í Armeníu, við látu allt yfir okkur ganga því miður
kveðja
gylfi
gylfi Ingvarsson (IP-tala skráð) 17.7.2007 kl. 22:05
Ég var að versla halogen ljós í Lettlandi sem kosta 200 krónur nákvæmlega eins ljós hérna kostar 2.775 kr sama tegund, kassinn er meira að segja merktur á íslensku í leiðbeiningum, svona er Ísland í dag og við gerum ekkert í þessu :)
Guðborg (IP-tala skráð) 18.7.2007 kl. 06:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.