12.7.2007 | 12:50
Vesalings ráðamenn í Reykjanesbæ að þurfa að hafa svona fólk í bænum
Sósíalismi hefur aldrei verið til umræðu við stjórnun Reykjanesbæjar. Kannski var það árið 1986 sem bæjarbúar í Keflavík komust næst einhverskonar jafnaðarmennsku þegar Alþýðuflokkurinn gamli fékk hreinan meirihluta í bæjarstjórn. En væntanlega vegna einhvers klaufagangs töpuðu jafnaðamenn fylginu og enduðu síðan í síðustu kosningu með því að bjóða fram með Framsóknarflokki. Þvílík niðurlæging jafnaðarmanna í Reykjanesbæ.
Sjálfstæðismenn hafa í mög ár vaðið uppi og unnið sér það helst til afreka að selja eignir bæjarbúa. Meira að segja gömlu barnaskólarnir voru seldir. Íþróttahúsin hafa verið seld og sama má segja með sundlaugarnar og sitthvað fleira. Um þessar mundir er svo verið að selja hlut í Hitaveitu Suðurnesja en Reykjanesbær átti 47% hlut en kemur til með að eiga 35% eftir sölu. (Ég geri ráð fyrir að bærinn sé tilneyddur til að selja hitaveituna til þess að næla sér í fé til þess að greiða fyrir leiguna á skólunum og fleiri fyrrverrandi eigum bæjarbúa því varla er bæjarstjóranum Árna og félögum stætt á því að láta börnin læra utandyra allan veturinn).
Svo leigir bærinn bara af eigendunum. Það hlítur að vera svakalega gaman að eiga eitt stykki barnaskóla og leigja bænum sem á engan annan kost en að leigja hvort sem honum líkar betur eða verr.
Nú berast þær fréttir úr Reykjanesbæ að félagslegu íbúðirnar séu farnar að þvælast fyrir í kerfinu og því verður að selja þær líka. Hjörtur Zakaríasson framkvææmdastjóri fasteigna hjá bænum segir að það geti ekki verið markmiðið að fjölga félagslegum íbúðum því þeir vilja að fólk hjálpi sér helst sjálft.
Á meðan þessi "mannúðarstefna" sjálfstæðismanna á sér stað er fólki sem sagt er upp leigu ekki boðið neitt annað.
Í viðtali við einn íbúann koma eftirfarandi fram:
"Við erum öryrkjar, einstæðar mæður og lágtekjufólk í íbúðunum, þannig að manni finnst þetta skrýtið. Okkur var bara sagt að búast við hinu versta og vona það besta."
Ekki er von á öðru en að maður spyrji hvernig í ósköpunum eiga bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ að geta rekið félagslega þjónustu ef engar eru eignirnar til og enginn aurinn þar sem allt fer í að greiða leigu fyrir skólana og aðrar eignir sem skilyrðislaust eiga að vera í almannaeigu.
Það fer að koma að þeirri spurningu hvort íbúar Reykjanesbæjar fari ekki að þurfa að fá sinn Hugo Chavez í pólitíkinni.
JB
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Nú er ég að KLUKKA þig!Þá þarft þú að segja 8 hluti um þig á síðuna þín og klukka svo 8 aðra og þú þarft að nefna þá hérna á síðunni þinni, (og muna að nefna mig líka sem klukkaði þig ) og skrifa athugasemd á heimasíðunna þeirra um að nú séu þeir klukkaðir af þér. Þeir sem voru svo heppnir að vera klukkaðir af þér eiga svo að gera það sama skrifa 8 hluti um sjálfa sig og klukka svo átta aftur , svo koll af kolli og að lokum klukkum við allan heiminn
Þorsteinn Ingimarsson (IP-tala skráð) 12.7.2007 kl. 17:23
ef fólki í reykjanesi finnst þetta slæmt þá kýs það vinstri flokka næst í stjórn, en held það sé ánægt með Árna sjalla. hefur gert frábæra hluti með reykjanesbæ. hef sjaldan séð aðra eins uppbyggingu, kostar kannski sitt en það kemur allt til baka
Haukur Kristinsson, 13.7.2007 kl. 02:19
Þetta eru hreinir sleggjudómar hjá þér elsku vinur. Árni Sigfússon er sá virkasti bæjarstjóri sem þjóðin hefur séð.
Hér í eina tíð þá var Innri Njarðvík kölluð Týnda Njarðvík, en árni sá að þar var mikið af skemmtilegum möguleikum og nýtir þá óspart, flestum til gleði og að ég tali nú ekki um augnayndis. íbúum fjölgar, fyrirtækin flykkjast á svæðið, það er nóg að gera fyrir alla sem vilja vinna.
Raunar hef ég mjög góða reynslu af Árna til margra ára, hann var forstjórinn minn hjá Tæknival, og þar var hann oftast aðgengilegri en millistjórnendurnir, sem þó áttu að vera okkar tengiliðir við toppana. En mín reynsla var sú að það var best að tala við Árna bara beint, þá vatt málið ekki upp á sig, heldur var leyst í snatri.
Við erum öfundsverð af að hafa Árna sem bæjarstjóra, enda sýndi það sig að það mikla fylgi sem flokkurinn hafði fyrir það er hreinn meirihluti jóst umtalsvert í síðastliðnum kosningum. Vitaskuld kosta hlutirnir peninga, en það er afar gaman að sjá skattpeningana sína vinna þannig að það sjáist. Fyrir utan það að Árni er mjög duglegur við að vinna með fólkinu, eins og reglulegir hverfafundir sýna. Eins er hann ötull við að koma fram í fjölmiðlum og segja þjóðinni frá því sem er að gerast hér í bæ, og hvað gerist?
Jú fólk sér að hér er gott að búa, þetta er í 20 mínútna fjarlægð frá Reykjavík, og jafnvel fljótlegra að komast í vinnuna héðan en úr sumum úthverfum Reykjavíkur. Haukur hefur laukrétt fyrir sér. þetta kemur allt til baka og rúmlega það. Árni er réttur maður á réttum stað, það hefur hann sýnt og sannað.
Reykjanesbær sem áður þótti einn ljótasti bær landsins, er nú orðinn stolt okkar bæjarbúa, og þykir flestum að byltingin hafi tekist bæði fljótt og vel. Bærinn er orðinn glæsilegur, íbúarnir vaknaðir og farnir að gera góða hluti til að fegra í kringum sig. Ef að þetta heitir ekki að láta gott af sér leiða, hvað heitir það þá.
Jóhann kíktu á svæðið og dæmdu svo.
Kveðja
Þórleifur Ásgeirsson
Þórleifur Ásgeirsson (IP-tala skráð) 13.7.2007 kl. 09:22
Sæll, ég geri ráð fyrir að einhverjir séu búnir að bjóða bæjarstjóra íbúðir til leigu fyrir þá sem þurfa og að sala félagslegra íbúða verði rökstudd þannig. Er ekki sama staða í Reykjanesbæ og Árborg, mikið framboð af nýju húsnæði? Alveg magnað. Get þó alveg tekið undir að Reykjanesbær er orðinn mjög snyrtilegur og fallegur bær, það vantar ekki. Mér hugnast hinsvegar ekki þessi þróun - græðgisvæðing - að allt sé falt..... Sumarkveðjur alma
Alma (IP-tala skráð) 13.7.2007 kl. 10:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.