Mannréttindadómstóll Evrópu gagnrýnir kristinfræðikennslu í opinberum skólum

 Kíkið á þetta:

Fréttatilkynning Siðmenntar, félags siðrænna húmanista á Íslandi, vegna dóms Mannréttindadómstóls Evrópu í máli fimm norskra foreldra gegn norska ríkinu þann 29. júní 2007.

Mannréttindadómstóll Evrópu (ME) í Strasbourg kvað upp sögulegan dóm í máli nokkurra norskra foreldra gegn norska ríkinu þann 29. júní s.l. Um var að ræða fimm foreldra sem eru meðlimir í félagi húmanista í Noregi (Human-Etisk Forbund) og börn þeirra sem öll höfðu verið talin beitt misrétti vegna fyrirkomulags kennslu í kristinfræði, trúfræði og lífsskoðunum (KRL – kristendomskunnskap med religions- og livsynsorientering) í norska skólakerfinu að mati foreldrana.


Norska ríkið braut á rétti foreldra
Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að norska ríkið hefði brotið á rétti barna til að fá tilhlýðilega menntun. Dómurinn komst jafnframt að því að brotið hefði verið gegn trú- og samviskufrelsi kærenda. Þessi dómur er í samræmi við niðurstöðu Mannréttindanefndar Sameinuðu Þjóðanna frá 25. mars 2002.

Niðurstaða dómsins er í stuttu máli þessi:
1) Fyrirkomulag kennslu í Kristinfræði, öðrum trúarbrögðum og heimspeki er þess eðlis að verulega er hallað á önnur trúarbrögð og aðrar lífsskoðanir en Kristni.
2) Illfært er fyrir foreldra að nýta sér rétt til undanþágu frá trúarbragðakennslu þar sem erfitt sé að fylgjast með hvenær námsefnið er við hæfi að þeirra mati.
3) Erfitt er fyrir börn og foreldra að forðast iðkun bæna, sálmasöngva, kirkjuþjónustu og trúarleg skólaleikrit á skólatíma. Því sé ekki viðeigandi að slík starfsemi fari fram í opinberum skólum.
4) Dómurinn kemst að því að yfirvöld í Noregi hafi ekki gætt þess nægjanlega að námsefni sé borið fram á hlutlausan, gagnrýninn og fjölmenningarlegan máta.

Niðurstöður ættu að hafa áhrif á Íslandi
Siðmennt og fleiri aðilar hérlendis hafa bent á sams konar galla í íslenskum skólum og skort á hlutleysi í Námsskrá Grunnskóla. Þá hefur Siðmennt bent á að trúarlegar athafnir eins og bænir, kirkjuferðir og trúarleg leikrit og söngvar séu óviðeigandi í opinberum skólum sem eiga að vera fyrir alla. Það er ljóst að dómur rennur stoðum undir gagnrýni Siðmenntar hér á landi. Það er von Siðmenntar að íslensk stjórnvöld kynni sér dóminn og beiti sér umsvifalaust fyrir því að tryggja hlutleysi í íslenskum skólum.

Sjá nánar www.sidmennt.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásta Kristín Norrman

Ég var að hugsa um hverjar afleiðingarnar af þessum dómi væri fyrir Ísland. Er Íslenskum stjórnvöldum frjálst að bregðast við þessu, eða gerir vera okkar í EES og aðild okkar að evrópudómstólnum, stjórnvöld skyldug til að bregðast við þessu? Hvernig stendur á því að fréttastofur hafa ekki tekið viðtal við Þorgerði Katrínu og fengið viðbrögð hennar við þessu?

Þar sem ég hef haft börn í grunnskóla bæði í Noregi og á Islandi, veit ég að trúboð er meira hér en þar. 1998 gerðu norðmenn breytingar á sínum lögum og þá var alla vega markmiðið að taka burtu trúboðið og gera þetta nám hæft fyrir alla. Það hefur þó ekki tekist betur en raun ber vitni, en markmið þeirra hefur verið á aðeins hærra plani en íslendinga.

Ásta Kristín Norrman, 9.7.2007 kl. 15:59

2 identicon

Eru ekki einhverjir foreldrar einfaldlega tilbúnir að kæra þetta eins og í Noregi?

Á ekki börn á þessum aldri en ég hugsa til þess með hryllingi þegar farið verður að hræra þessarri mass skitsófreníu í þeirra ómótaða huga. 

Guðmundur Kristjánsson (IP-tala skráð) 9.7.2007 kl. 19:58

3 Smámynd: Ásta Kristín Norrman

Það er ekkert víst hvort það mundi verða tekið upp aftur. Ekki næstum öll mál eru tekin upp sem koma fyrir dómstólinn. Þessi dómur hefur fordæmisgildi og þess vegna hefði ég haldið að öll lönd sem eru aðilar að dómstólnum ættu að athuga hvernig er ástætt á þeirra bæ og gera lagfæringar ef þörf krefur. Fréttamenn hafa þó ekki séð ástæðu til að kanna hug stjórnarmanna í Íslensku skólakerfi.

Ásta Kristín Norrman, 11.7.2007 kl. 13:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband