Getur verið að minningarathöfn um hund sé líka eitthvað annað en minningarathöfn um hund?

Illugi Jökulsson gerir að umtalsefni þann ömurlega verknað þegar ungir menn settu hund í tösku og spörkuðu á milli sín þar til hann dó í Blaðinu 30. júní s.l. Illugi er hissa á því að fólk skuli hafa haldið minningarathöfn um hundinn og að fólk sem ekkert þekkti hundinn hafi tekið þátt. Hann segir m.a.:

 "Já, ég varð sem sagt gapandi af undrun þar sem ég las þetta í blöðunum í gærmorgun. Ég var svo mikið kvikindi að ég hugsaði strax með sjálfum mér: Skortir kannski harm í líf þess fólks sem kemur saman og býr sér til grátbólgna sorgarstund út af hundi sem það þekkti ekki neitt?  Ég held ég sé ekkert verri maður en hvur annar en - og nú fer mig að bresta íslensk orð af einskærri undrun - þetta var HUNDUR, for crying out loud!

Og nóg í mannheimum sem harma má áður en maður fer að kveikja á kertum fyrir ókunnugan hund. Eða hvað?

Og svo fór maður náttúrulega að hugsa - eins og alltaf - á þetta virkilega eitthvert erindi í blöðin?!"

Þetta er athygliserðar athugasemdir hjá Illuga og vel skiljanlegar ef maður lítur á þetta mál frá þröngu sjónarhorni. Sjálfur er ég sammála Illuga að líklega er ekki ástæða til þess að gera mikið mál þó að ókunnugur hundur gefi upp öndina. Hinsvegar verður ekki litið framhjá því að hér er um mun stærra mál að ræða en bara það eitt að einn ókunnugur hundur hafi dáið. Hér eru samborgarar okkar að sýna af sér fádæma hrottaskap og siðleysi sem full ástæða er að vekja athygli á og gefa þau skilaboð að eiga ekki að líðast í samfélagi okkar.

Það eru þessi skilaboð sem ég lít á að minningarathöfnin hafi fyrst og fremst verið að undirstrika. Við eigum ekki að líða það að fólk fari með dýr eins og hverja aðra dauða hluti. Og er einhverskonar samkoma hvort sem við köllum hana minningaratöfn eða eitthað annað ekki bara fín leið til þess að láta í ljós andúð á hegðun sem þessari?

Þannig lít ég því á að umrædd minningarathöfn hafi ekki síst verið leið til þess að andæfa siðlausri breytni og slíku framtaki ber að fagna.

JB


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Ég er sammála þér, minningarathöfn var kannski ekki rétta orðið heldur sorgarathöfn.  Maður gat ekki annað en fyllst sorg þegar maður les að hópur manna geti tekið sig saman og framið svona.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 6.7.2007 kl. 11:14

2 Smámynd: krossgata

Var þá verið að andæfa hugsanlegri siðlausri breytni?  Það veit enginn hvort verknaðurinn var framinn.

krossgata, 6.7.2007 kl. 15:09

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hvernig væri að halda fagnaðarsamkomur til hyllingar því góða, sem á sér stað í tilveru okkar.  Þetta neikvæða atvik var blessunarlega undantekning og því alls ekki tilefni til slíkrar hysteríu. 

Hér var ekki um faraldsfræðilega hendingu að ræða, sem tími var kominn til að sporna við. Get a grip! segi ég, svo ég sletti eins og Illugi.

Þessi fórnarlamba og harmafíkn fólks og fjölmiðla gefur þá hugmynd um að allt sé á fallanda fæti í okkar annars hamingjuríka og auðuga samfélagi.  Ég legg til að fólk tilli sér niður og skrifi lista yfir það sem það getur verið þakklátt fyrir í stað þess að láta vitfirringu óttans og fordæmingarinnar heltaka sig.  Það hefur aldrei sýnt sig hafa áhrif til bóta. 

Jón Steinar Ragnarsson, 6.7.2007 kl. 15:20

4 Smámynd: SM

Eg lit svo a ad folk var ekki ad syrgja tennan einstaka hund, heldur var tad sorgmaett yfir hrottaskapnum gagnvart bjargarlausu dyri.

SM, 6.7.2007 kl. 21:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband