Hvar ætlar maðurinn að lenda?

Spurning mín hvar ætlar maðurinn að lenda? er kannski aukaatriði en mér fannst samt ástæða til þess að varpa henni fram þegar ég las fréttina af auðmanninum sem hefur fest kaup á tveggja hæða risaþotu af gerðinni Airbus 380 á kr. 19 milljarðar.

Umræddur auðmaður hyggst nota þotuna persónulga fyrir sig og fylgdarlið sitt en málið með svona þotu er sú að hún þarf séþjálfaða flugmenn og hún getur aðeins lent á sumum flugvöllum eins og segir í fréttinni.

Það er athyglisvert að spá í svona neyslumenningu og þá skynsemi eða óskynsemi sem í henni felst. Ekki er það beint af hagvæmnisástæðum sem svona þota er keypt því ekki getur það talist beint hagkvæmt að geta ekki lent á öllum meðalflugvöllum.

Það er þá væntanlega einhverskonar dóta eða leikfangaþörf sem hér hefur einhver áhrif á kaupin. En eins og allir vita eru býsna margir fullorðnir haldnir ríkri dótaþörf rétt eins og börnin, nema hvað dótið hjá fullorðna fólkinu er orðið aðeins dýrara.

JB


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: arnar valgeirsson

hann kaupir sér bara fallhlíf.... ef hann á afgang! en þetta er nú auðvitað orðið rugl ha. John Travolta á reyndar tvær þotur og geymir þær í hlaðinu heima. hjá sér sko. en þær eru ekki svona miklar. getur lent þeim fyrir framan hús. jebbs, jóhann. þessu er ekki alltaf réttlátlega skipt.

arnar valgeirsson, 22.6.2007 kl. 23:01

2 Smámynd: halkatla

humm, nú verður ráðist á þig fyrir öfundsýki

halkatla, 23.6.2007 kl. 09:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband