19.6.2007 | 20:36
Hversu lengi þarf launamunur kynjanna að líðast?
Það er með ólíkindum að 19. júní árið 2007 fáum við að heyra eftirfarandi frétt í sjónvarpinu:
"Konur bjóða körlum hærri laun en konum, en karlar bjóða kynbræðrum sínum enn hærri laun. Þetta kemur fram í viðamikilli rannsókn sem gerð var á launamun kynjanna. Niðurstöðurnar voru kynntar í Háskólanum Reykjavík í dag, undir fyrirsögninni Kvennafn lækkar launin."
Hér er geinilega um ákveðið viðhorfsvandamál í samfélaginu að ræða, vandamál sem við öll þurfum að takast á við. Það er því vel við hæfi að á þessum degi skuli tillaga borgarfulltrúa Vinstri grænna um að setja á fót jafnréttisskóla hafa verið samþykkt.
En frétt þessi um launamismuninn segir okkur það líka að við sem störfum innan grunnskólanna þurfum svo sannarlega að efla hjá okkur jafnréttisfræðsluna.
JB
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta líðst meðan við erum fylgjandi launaleynd, Laun eiga að vera opinber og uppi á borðinu. Ríkisskattsjóri á að halda úti síðum með þar sem hægt er að sjá hvað menn eru með í laun
Einar Þór Strand, 20.6.2007 kl. 09:55
Mikið er ég sammála síðasta ræðumanni!
mongoqueen, 20.6.2007 kl. 20:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.