Bankastjórarnir sjá sér ekki fært að þiggja siðfræðinámskeiðið

Í kvöld var fyrirhugað að halda námskeiðið Hversu mikið er nóg, siðfræðinámskeið fyrir bankastjóra og forstöðumenn fjármálastofnana. Ekki verður námskeiðið haldið að þessu sinni þar sem enginn hefur skráð sig.

Þess ber þó að geta að ef fimm bankastjórar eða forystumenn fjármálastofnana taka sig saman geta þeir haft samband við mig og get ég þá haldið umrætt námskeið.  (johannbj@hotmail.com)

JB


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: arnar valgeirsson

mér þætti nú bara nokkuð gaman að komast á siðfræðinámskeið um akkúrat þetta efni. Þó ekki bankastjóri og alltaf skítblankur... en mér finnst að þú ættir bara að bjóða almúganum upp á þetta, Jóhann...

arnar valgeirsson, 10.5.2007 kl. 22:51

2 Smámynd: Bryndís Guðmundsdóttir  (Binna)

Kannski eru þeir ekki nógu efnaðir fyrir námskeiðið, ja.... eða svo dannaðir að þeir þurfa þess ekki. 

Bryndís Guðmundsdóttir (Binna), 11.5.2007 kl. 10:22

3 Smámynd: Jóhann Björnsson

Eitt er víst að ekki þurftu bankastjórarnir að eiga mikinn pening til þess að sækja námskeiðið þar sem ég bauð upp á það ókeypis. Ég hafði meira að segja ætlað mér að bjóða upp á ókeypis kaffi og með því á námskeiðinu. En kannski reynir maður bara aftur í haust.

Jóhann Björnsson, 12.5.2007 kl. 13:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband