Ætli Bjarni verði hamingjusamari?

Í fréttum var greint frá starfslokasamningi Bjarna Ármannssonar hjá Glitni og kom fram að um er að ræða nálægt 900 milljónum sem hann hefur upp úr krafsinu. Ég verð eiginlega að viðurkenna að af einhverjum ástæðum þá held ég bara að ég hafi vorkennt honum. Ég get ekki ímyndað mér að nokkur sæmilega heil manneskja líði vel að þiggja 900 milljónir á meðan fjöldi fólks í heiminum sveltur, fjöldi barna á Íslandi er skilgreind sem fátæk og að vita til þess að það tæki einstakling sem er á meðallaunum á Íslandi 300 ár að vinna sér inn 900 milljónir. Já ég endurtek 300 ár.

Enn og aftur spyr ég Bjarna og bankagæjana: Strákar hversu mikið er nóg? 

JB

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

Við skulum frekar vorkenna honum fyrir að þurfa að borga yfir 80 millur í fjármagnstekjuskatt.  Það er hægt að kaupa margar pylsur með öllu fyrir þann pening.  Að vísu þarf hann ekki að borga útsvar af þessum aurum.  En hann er vel að laununum kominn.  Hann hefur fyrir fjölskyldu að sjá. 

Jens Guð, 2.5.2007 kl. 00:53

2 Smámynd: Kári Harðarson

Nei.

Ég held að Bjarni sé ágætlega hamingjusamur með eða án þessara peninga.  Ég heyri aldrei talað öðru vísi en vel um hann.

Peningar eru ofmetið fyrirbæri -- það er svo margt sem fæst ekki með þeim.

Kári Harðarson, 2.5.2007 kl. 11:59

3 Smámynd: Guðmundur Auðunsson

Nú þykir það lítið mál að borga mönnum stórfé til að hætta störfum. Bjarni fær þarna 15 föld ævilaun verkafólks, ekki til að fá hann til að vinna kröftuglega heldur til að hætta! Svo finnst mönnum eins og Tómasi þetta bara flott og tala um öfund þegar menn benda á hversu galið það semfélag er sem borgar slíkar fjárhæðir til að hætta störfum. Hefur íslenskt samfélag virkilega breyst svo mikið að svona þyki sjálfsagt?

Guðmundur Auðunsson, 2.5.2007 kl. 13:44

4 Smámynd: Jóhann Björnsson

Það kemur mér ekki á óvart að Tómas Örn skuli grípa til öfundarhugtaksins í þessari umræðu. Við sem höfum verið að grúska í siðfræði og reynt að nota hana til þess að fjalla um ýmis málefni samfélagsins fáum það alloft í hausinn að við séum bara öfundsjúkir. Þar með er umræðunni lokið. Málið er mun flóknara en svo að hægt sé að skýra allt útfrá öfundinni þó vissulega verði ávallt að gera ráð fyrir að öfund komi fyrir í allri umræðu að einhverju leiti. Ég held því miður að skortur á siðfræðiástundun í skólum hér á landi hafi gert það að verkum að siðfræðin er af mjög mörgum ekki talin fullgild fræðigrein sem getur greint málefni líðandi stundar á fræðilegan hátt. Það sem ég spyr að í þessum texta á síðunni hér að ofan er fyrst og fremst siðferðilegs eðlis: Er rétt að taka við 900 millum á meðan einhver er allslaus? Það er kjarni málsins. Svarið er ekki auðvelt og það er fullvel frá þessari spurningu sloppið að segja alla sem varpa henni fram vera öfundsjúka.

Í frmahaldi af því mætti spyrja Tómas að því hvort að starfsheitið prófessor í siðfræði gæti allt eins verið prófessor í öfund?

Jóhann Björnsson, 2.5.2007 kl. 14:19

5 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Ég öfunda hann svolítið af þessum milljónum og skammast mín ekkert fyrir það.  Afutr á móti vildi ég alls ekki vera í hans sporum að vera sagt upp störfum þó hann hafi fengið "góðann" starfslokasamning.

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 2.5.2007 kl. 16:33

6 identicon

Ég öfunda hann fullt af þessum millum. Hefði ekki slegið hönd á móti þeim. Held hins vegar að hann sé vel af þessum peningum kominn og hafi unnið fyrir þeim. Bjarni gefur örugglega með sér. Trúi ekki öðru enda fínn náungi.

Guðbjörg Kr. (IP-tala skráð) 2.5.2007 kl. 18:50

7 Smámynd: Júlíus Valsson

Það er ekki góð tilfinning ef hlutabréfin falla í verði, t.d. um 50%. Það fer um mig hrollur við tilhugsunina.

Júlíus Valsson, 2.5.2007 kl. 21:48

8 identicon

Af hverju svarar þú ekki spurningunni um hvað er nóg ? Hefur þú hent mat? Hefur þú pantað mat? Ef svo er af hverju bjóstu ekki bara til eitthvað ódýrara heima og gafst mismuninn.

Ert þú heilli manneskja en einhver sem á mikla peninga, bara af því hann á peninga.

Væri Bjarni betri maður ef hann hefði afþakkað allan peninginn og flutt í blokkaríbúð? Býrð þú þannig? Til hvers halda íþróttamenn áfram eftir að þeir verða meistarar. Er það græðgi?

Væri ekki sanngjarnara fyrst þú felur þig bakvið siðferðispælingar að reyna að koma með þínar hugmyndir um hvað er nóg og hverjir eru heilar manneskjur?

Víðir (IP-tala skráð) 3.5.2007 kl. 00:16

9 identicon

Hvað veist þú um hvort/hvernig Bjarni styrkir fátæku börnin í Afríku?

Hefur þú aldrei eytt peningum í óþarfa sem hefði verið betur eytt í bólusetningar í þriðja heiminum?

Inga (IP-tala skráð) 3.5.2007 kl. 15:54

10 identicon

Hvað veist þú um hvort/hvernig Bjarni styrkir fátæku börnin í Afríku?

Hefur þú aldrei eytt peningum í óþarfa sem hefði verið betur eytt í bólusetningar í þriðja heiminum?

Inga (IP-tala skráð) 3.5.2007 kl. 15:54

11 identicon

Það að fólk svelti kemur málinu ekkert við. Hann er ekki að stela pening frá neinum. Þetta eru peningar sem hann vann sér inn með hæfileikum sínum og það kemur þér ekkert við hversu mikið hann fær borgað eða af hverju.

Einar Baldvin Árnason (IP-tala skráð) 3.5.2007 kl. 19:51

12 Smámynd: Eiríkur Ingvar Ingvarsson

Ég óska Bjarna til hamingju með samninginn.  Ég þakka honum líka fyrir að hafa gert hundruði hluthafa ríka. Ég þakka honum líka fyrir að hafa ávaxtað pund lífeyrissjóði verkafólks með glæsilegum hætti og stuðlað þar með að meira öryggi þeim til handa.

En sjaldan þakkar kálfurinn ofeldið.

Vel gert Bjarni

Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 3.5.2007 kl. 21:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband