Grænn í gegn á rúntinum í Reykjavík

Ég var á fundi frambjóðenda í Breiðholtsskóla í kvöld. Ágætur fundur en fámennur. Það gafst tækifæri til þess að spyrja frambjóðendur og lék mér forvitni á að vita hvort að Ómar Ragnarsson forystumaður Íslandshreyfingarinnar væri enn á þeirri skoðun sinni að endurvekja ætti "rúntinn" í miðborg Reykjavíkur. Vakti ég athygli í spurningu minni á því að með slíkum rúnti væri hvatt til ofnotkunar á einkabílum með tilheyrandi mengun sem væri andstætt því að vilja vera umhverfisvænn.

Svar Ómars var á þá leið að hver varðar umhverfismál þá skipti endurupptaka rúntsins litlu máli. Ég gat semsagt ekki skilið svar hans öðruvísi en svo að hann væri enn á því að endurvekja rúntinn í borginni.  Það er að segja hvetja fólk til þess að keyra meira að nauðsynjalausu.

Það er því ekki furða að maður spyrji í framhaldi af þessu hversu "græn í gegn" er Íslandshreyfingin?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldvin Jónsson

Sæll vertu Jóhann og þakka þér fyrir að taka tíma frá til að velta fyrir þér málefnum Íslandshreyfingarinnar.

Svona í stuttu máli þá stöndum við í XÍ fyrir rökræna nálgun að umhverfismálum, ég tel best að láta trúarbragðanálgunina eftir fyrir einhverja aðra.

Það er langur vegur á milli þess að vilja umgangast umhverfi sitt með virðingu og á endurnýtanlegan máta og þess að banna allt af því að það sé óhollt eða mengandi.

Umhverfisstefna okkar gengur einmitt út á það að það verði að staldra við m.a. til þess að við getum nú öll notið þess að vera til áfram.  Rúnturinn er menningarfyrirbæri sem væri gaman að sjá aftur, en hann er þó ekki hluti af stefnuskrá íslandshreyfingarinnar.

Sjá nánar á www.islandshreyfingin.is

Kjósum með buddunni - setjum X við Í

Baldvin Jónsson, 27.4.2007 kl. 00:13

2 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Æi, mikið eru það leiðinleg stjórnmál þegar smámál eins og þetta eru blásin upp, tekin úr samhengi og gerð að stórmálum með langsóttum tengingum. 

Fókusum á framtíðarsýn samfélagsins.  Ég hvernig samfélagi viljum við búa?  Ekki eyða tíma og púðri í kosningabaráttunni í tittlingaskít. 

Þessi kosningabarátta hefur verið svolítill sandkassaleikur með tittlingaskít og þess vegna veit enginn hvað hann á að kjósa vegna þess að það er aldrei verið að ræða stóru málin og framtíðarsýnina heldur oftast nær einstök verk sem á að framkvæma eða er búið að framkvæma.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 27.4.2007 kl. 09:35

3 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Já það er frekar dapurt að snúa umhverfisumræðunni uppá rúntinn í Reykjavík.  Ómar hefur lagt til að fólk noti sparneytnari bíla og ég held að það sé stóra myndin.  Hvort að einhverjir rúnti skiptir minna máli og við fáum aldrei fólk til að hætta að hafa gaman af því að aka nýbónaða bíla sína eða taka þátt í kappakstri. 

Þá er álíka dapurt að sjá fólk aftur og aftur saka alla aðra en stjórnarflokkana um að kunna ekki að reikna fjárhagsdæmi.  Íslandshreyfingin hefur ekki nefnt neina ákveðna upphæð svo ég viti til varðand hækkun á skattleysismörkunum.   Sigurlín Margrét nefndi t.d. 120-130 þúsund í umræðuþætti um félagsmálin í fyrradag á RÚV en málið er hreinlega að þau fylgi launaþróun í landinu.  Það þarf ekki snillinga til að reikna það út og auðvitað fá stjórnmálaflokkar eins og Íslandshreyfingin fagfólk til að sjá um útfærslur komist flokkurinn til valda.  Hvernig væri að gefa fólki smá traust.  Það er ekki eins og Ómar eða annað gott fólk í Íslandshreyfinunni sé þekkt fyrir heimsku.  Auðvitað á ekki að skrúfa fyrir "framkvæmdir" Andi Örn.  Það er til annað atvinnulíf en álframleiðsla.  Þetta er ekki nokkur pæling hjá þér Andri Örn.

Svanur Sigurbjörnsson, 27.4.2007 kl. 12:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband