Guðjón Arnar verður að svara eftirfarandi spurningu...

Guðjón Arnar formaður Frjálslyndaflokksins tók það fram í umræðum í sjónvarpinu nýverið að hann væri sammála stjórnarflokkunum um auknar stóriðjuframkvæmdir t.d. á Húsavík. Jafnframt vill hann takmarkarka flæði erlends verkafólks til landsins. Spurningin sem hann og aðrir frambjóðendur Frjálslyndaflokksins verða að svara til þess að mark sé á þeim takandi er þessi: Hvernig er hægt að halda áfram þennsluhvetjandi framkvæmdum án þess að til komi mikið af erlendu vinnuafli? Hverjir eiga eiginlega að vinna við allar þessar framkvæmdir?

Þessu verða hinir frjálslyndu að svara ef þeir eiga að vera teknir alvarlega í stjórnmálaumræðum samtímans.

JB


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján H Theódórsson

Hættu þessi tuði Jóhann! Það eru flestir farnir að sjá í gegnum þetta rasistahjal hjá ykkur . Allir þokkalega læsir og greindir einstaklingar vita að þið gagnrýnendur Frjálslyndra eruð að reyna að fiska í gruggugu vatni.

Kristján H Theódórsson, 15.4.2007 kl. 01:04

2 identicon

Kjáni geturðu verið það á eftir að rannsaka borholur á svæðinu og umhverfismat á eftir að fara fram. það eru nokkur ár þar til framkvæmdir geta hafist.það er ekki einsog byrjað verði daginn eftir kosningar.

Gunnar Hafsteinss (IP-tala skráð) 15.4.2007 kl. 01:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband