Vinstrihreyfingin grænt framboð blæs til sóknar gegn fátækt

Í gær kynnti Ögmundur Jónasson ásamt fríðum flokki frambjóðenda VG áherslur flokksins í baráttunni gegn fátækt. Fjallað var um málið út frá heilbrigðisþjónustu, húsnæði, menntun og barnafjölskyldum.

Fram kom meðal annars á fundinum:

* Læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk telur gjaldtöku í heilbrigðiskerfinu hafa í för með sér að efnalítið fólk veigri sér við að leita læknis og lyfjakostnaður sér því ofviða.

* Um 8550 börn á aldrinum 3-17 ára höfðu ekki farið til tannlæknis í þrjú ár árið 2005 og að 10-20 af hundraði grunnskólabarna fara á mis við forvarnarstarf í tannheilsu.

* Skólatannlækningar voru lagðar af árið 1998 "af samkeppnisástæðum". Ríkið niðurgreiðir ekki tannlækningar á sama hátt og aðra læknisþjónustu. Þetta bitnar á tannheilsu barna.

* Það er erfiðara nú en fyrir tólf árum að vera tekjulítill og standa straum af kostnaði vegna húsnæðis.

* Kannanir sýna að tilkostnaður við að senda ungling í framhaldsskóla á heimavist nemur 600-700 þúsund krónum á ári. Ef um dvöl námsmanns af landsbyggðinni í Reykjavík er að ræða nemur þessi kostnaður 1100 þúsund króna á ári.

* Barnabætur hafa verið skertar í tíð þessarar ríkisstjórnar.

* Samkvæmt könnun sem Capacent Gallup gerði í desember 2006 kom fram að yfir 64% eldri borgara voru með undir 110 þúsund krónum í ráðstöfurnartekjum á mánuði.

JB

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband