3.4.2007 | 22:39
Er ekki bara kominn tími á skólatannlækningar?
Fram kom núna um helgina að 8500 börn höfðu ekki farið til tannlæknis í þrjú ár árið 2005 hér á landi. Tannheilsu íslenskra barna hefur verið að hraka undanfarin ár og er mun verri en gerist hjá börnum á Norðulöndunum. Heilbrigðisráðherra Siv Friðleifsdóttir segist vera að vinna í málinu en hún taldi ástæðu til þess að minna á að ábyrgðin lægi fyrst og fremst hjá foreldrum. En þá vil ég minna á þetta:
Eins og við sem störfum að barnaverndarmálum fáum svo oft að upplifa þá þrá öll börn vissulega að lifa heilbrigðu lífi þar sem þau njóta bæði réttinda og velferðar en vandinn er bara svo oft sá að börnin velja sér ekki foreldra. Það er sama hversu mikið við minnum á ábyrgð foreldra þá er málið bara þannig að það eru ekki allir foreldrar jafnábyrgir og því bitnar slæm tannheilsa á of mörgum börnum.
Ég spyr því bara að því hvort ekki sé ástæða til þess að taka upp skólatannlækningar? Ég held að það sé engin spurning því öll börn eiga rétt á tannheilbrigði rétt eins og annarskonar heilbrigði.
JB
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.