Hvað ætlar formaður Íslandshreyfingarinnar að gera við rúntinn?

Forystusveit Íslandshreyfingarinnar hefur oftar en einu sinni og oftar en tvisvar sinnum haldið því fram opinberlega að hreyfingin sé eina stjórnmálaaflið sem er "grænt í gegn". Að vera "grænn í gegn" skilst mér að einkenni þá sem séu mestu umhverfis- og náttúruverndarsinnarnir. Vissulega ber að fagna þeim sem ákveðið hafa að láta umhverfismálin til sín taka en eitt get ég ekki áttað mig á og þætti vænt um að fá svör við og það er þetta:

Hvað ætlar Ómar Ragnarsson formaður Íslandshreyfingarinnar að gera með "rúntinn" svokallaða?

Fyrir ekki svo mörgum vikum var langt viðtal við Ómar Ragnarson í sjónvarpinu þar sem hann lagði mikla áherslu á mikilvægi þess að hægt væri að rúnta í miðborg Reykjavíkur. Taldi hann ástæðu til þess að "gamli rúnturinn" í miðborginni yrði opnaður eins og hann var þannig að allir gætu ekið hring eftir hring, fram og til baka til þess að allir sem væru að rúnta gætu nú séð alla aðra sem væru á sama rúnti.

Í ljósi þess að loftmengun vegna bifreiðaaksturs er að aukast í borginni er það óumflyjanlegt að hreyfingin sem telur sig grænni en allar aðrar hreyfingar svari því hvað gera skuli við þessa loftmengandi hugmynd formanns Íslandshreyfingarinnar.

Hreyfing sem er með "rúntinn" hans Ómars innanborðs getur ekki talist svo "græn í gegn".

JB


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

EINKABÍLAR ÓMARS hafa verið með þeim sparneytnustu á landinu, eins og margoft hefur komið fram á heimasíðu hans. Og ef landsmennn allir tækju sér hann til fyrirmyndar í þeim efnum myndu sparast hér margir milljarðar króna á ári í eldsneytiskaup. Ómar er einnig mikill göngumaður, líkt og Sæfinnur á sextán skóm. Ef íbúar á höfuðborgarsvæðinu myndu ganga eða hjóla í vinnuna, og sleppa því að keyra krakkana sína í skólann, eins og margbeðið hefur verið um, myndi einnig sparast hér stórfé í eldsneytiskaup. Og þar að auki myndi mengunin dragast mikið saman en nóg er nú af henni.

Stór hluti þjóðarinnar þjáist af offitu og hreyfir sig alltof lítið en það þykir fínt að fara í ræktina og greiða fyrir það stórfé. Og þorparar á landsbyggðinni keyra nokkrar húslengdir til að komast í sjoppu og hlaða á sig meira spiki, því það þykir ófínt að ganga. Aðrir gætu haldið að maður væri annað hvort fátæklingur eða að spara og það má náttúrlega alls ekki. Og ekki sýnist mér að fólk sleppi því nú alveg að rúnta um á stórum og miklum tryllitækjum í miðborg Reykjavikur nótt sem nýtan dag.

Steini Briem (IP-tala skráð) 1.4.2007 kl. 22:02

2 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Þrælsmellið hjá þér Jóhann.   Þér hefur tekist að koma auga á grágrænan veikleika hjá Ómari.  Rúnturinn!   Þetta mun setja stefnuskrá Íslandshreyfingarinnar í uppnám.  Nei, að öllu gríni slepptu þá vona ég að við í Íslandshreyfingunni getum unnið með ykkur í VG að öflugri náttúruvernd og heilbrigðri umhverfisstefnu á Íslandi.  Vonandi verðið þið ekki sár þó að nokkur græn athvæði lendi hjá okkur 

Svanur Sigurbjörnsson, 1.4.2007 kl. 23:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband