19.3.2007 | 22:01
Gleymum ekki afstöðu ríkisstjórnarinnar til innrásarinnar í Írak
Í dag var þess minnst að fjögur ár eru liðin síðan ráðist var í Írak með stuðningi ríkisstjórnar Íslands. Þjóðin var ekki spurð. Minnumst þess að það var ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks sem studdi innrásina og hafa staðið þétt við bakið á stríðsherrunum.
Í ljósi allrar þeirrar þjáningar sem lögð hefur verið á Írösku þjóðina og lágstéttarkrakkana frá Ameríku sem send hafa verið í stríðið hvet ég alla til þess að greiða þessum stríðsflokkum ekki atkvæði sitt í kosningunum 12. maí næstkomandi.
Maður veit svo sem aldrei upp á hverju þessir Haukar, hvort sem þeir heita Davíð eða Halldór, Geir eða Jón, taka upp á næst.
JB
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Var ekki einhver fræðimaðurinn að áætla að nú væru um 1 milljón manns látnir þarna? Og enn virðist ekkert lát á dauðsföllum. Sorglegt hvernig þetta hefur þróast og ömurlega gerræðisleg vinnubrögð hvernig við vorum stimluð inn í hóp þeirra sem hófu þetta.
Jón Þór Bjarnason, 19.3.2007 kl. 23:10
touché! og þó ég plöggi færlsu um sama: http://tryggvih.blog.is/blog/tryggvih/entry/151925/
Tryggvi H., 20.3.2007 kl. 09:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.