17.3.2007 | 21:12
Góð hugmynd hjá Þórarni Eldjárn
Athyglisvert viðtal birtist við Þórarinn Eldjární Blaðinu í dag. Þórarinn hefur lengi sýnt okkur með ritum sínum skemmtileg sjónarhorn á hversdagslega hluti og í viðtalinu í dag kemur hann með hugmynd að samkomulagi sem ég tel fulla ástæðu til þess að hrinda í framkvæmd. Þetta er samkomulag um hvernig samkiptum trúarbragðanna og hins opinbera lífs ætti að vera háttað. Þórarinn orðar þetta á eftirfarandi hátt:
"Ég amast ekki við því að fólk ástundi trúarbrögð en þykir smekklegra að það haldi þeirri iðju fyrir sjálft sig. Ég er á þeirri skoðun að trúarbrögð og opinber iðkun þeirra sé oft og einatt mikið böl í heimi hér. Og því miður vaxandi nú um stundir. Helst myndi ég vilja að víðtækt samkomulag yrði gert um að öll trúarbrögð séu einkamál. Og síst af öllu tengd stjórnmálum. Mér blöskrar þetta fólk um allan heim, af ýmsum trúarbrögðum sem hefur Guð með sér í óhæfuverkum og notar trúarbrögð til að réttlæta hvaða hrylling sem er fyrir sjálfu sér og öðrum."
Þarna eru orð í tíma töluð og við þau hef ég engu við að bæta.
JB
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Verður ekki að teljast harla ólíklegt að trúað fólk fari að halda iðju sinni fyrir sjálft sig? Er ekki málið það sem Novalis sagði: "Skoðun mín, sannfæring mín, styrkist og dafnar óendanlega um leið og einhver annar gerir hana að sinni." ? Þarf ekki að útbreiða "orðið" til að fá staðfestingu á ágæti þess sem maður sjálfur aðhyllist?
Jón Þór Bjarnason, 17.3.2007 kl. 22:03
Ekkert endilega, það er fullt af trúuðu fólki sem heldur þessu út af fyrir sig.
Bjarni G (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 09:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.