Alvarlegar afleiðingar fátæktar

Afleiðing fátæktar á heimilum er samkvæmt nýrri rannsókn líklega áhættuþáttur fyrir ýmsa neikvæða þætti í fari unglinga. Jón Gunnar Bernburg lektor og fleiri gerðu rannsókn sem náði til allra grunnskólanemenda á landinu. Niðurstaða rannsóknarinnar leiddi í ljós að fátækt er áhættuþáttur fyrir þætti eins og depurð, reiði og afbrot hjá þeim unglingum sem við hana búa.

Þetta kemur mér ekki á óvart. Á þessum efnishyggju - og neyslutímum er erfitt fyrir unglinga að horfa upp á misskiptingu auðæfanna í landinu. Að horfa upp á suma geta gert hvað sem er og geta eignast hvað sem er á meðan aðrir eru í óvissu um það hvort eitthvað sé í kvöldmat vekur eðlilega reiði unglinga, depurð eða leiðir þá út í afbrot. Spyrja má hvort reiði sem sprottin er af slíku ástandi sé ekki réttlát reiði? Fátækt er þess eðlis að hún er iðulega metin í samanburði við aðra þjóðfélagsþegna sama samfélags. Þó að stjórnmálamenn segi almenning hafa það gott þá ber fólk kjör sín saman við þá sem hafa það enn betra. Og þegar það er margfaldur munur á launakjörum fólks þá er ekkert óeðlilegt að fólk verði biturt, ekki síst unglingar sem margir hverjir hafa ríka réttlætiskennd.

Á þesu þarf að taka. Vinstrihreyfingin grænt framboð hefur lagt á það áherslu að núna í vor verði ekki síst kosið um hvernig velferðarsamfélaginu mun reiða af á næstu árum. Munum við búa við áframhaldandi ameríkanseringu samfélagsins með gengdarlausri græðgisvæðingu, ofurlaunum, misskipti auðs og niðurskurði á samfélagslegri grunnþjónustu eða ætlar fólk að styrkja velferðarsamfélagið, réttlætið og jöfnuðinn?

Um þetta verður ekki síst kosið í vor. Fátæktin er nefnilega hápólitískt mál.

JB


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Þörf umræða. Stéttaskipting hefur aukist til muna og meira blínt á toppana en þá sem meika það ekki.

Vil benda þér á átakanlega bók sem heitir The Working Poor eftir Shipler. Held hún eigi nefnilega upp á pallborðið á Íslandi þó hún fjalli um fátækt í USA. Þar er heldur betur augljóst að vandamál í lífi fólks eru yfirleitt tengd fátækt í uppeldi. Með aukningu á láglaunastörfum má gera ráð fyrir töluverðum breytingum á þjóðfélaginu á komandi áratugum.

Gangi þér vel.

Ólafur Þórðarson, 16.3.2007 kl. 02:27

2 Smámynd: Jón Þór Bjarnason

Og stór skömm að því að börn fái ekki tannlækningar við hæfi vegna fátæktar, má ekki segja að kerfisbundin mismunun sé í gangi?

Jón Þór Bjarnason, 18.3.2007 kl. 12:27

3 identicon

Það er ekki bara tannlækningar. Við getum litið á tannréttingar líka. Það kostar um 1 miljón króna að fá dóttur mína til að brosa. Ástæðan er sú að það hafa alldrei komið í hana 2 framtennur sem þarf þá að bæta upp með stíftönnum. síðan þar hún spangir í efri og neðri góm. Þar sem allar mínar dætur eru getnar af sömu foreldum, eru þær líkar að mörgu leiti. Til dæmis þurfa þær allar tannréttingar sem kostar ca 2,5 miljónir fyrir 3 stelpur. Þetta fæ ég ekki frádráttarbært til skatts, svo ég þarf að þéna ca rúmar 4 miljónir til að geta borgað 2,5 milj í tannréttingar.  Nú er það ekki bara útlitið sem er í húfi, heldur er mér sagt að þær muni missa tennurnar ef bitið sé ekki lagfært, því það kemur vittlaus þrystingur á tennurnar.  Sem betur fer er ég ekki verkamaður, en værum við það bæði hjónin, væri nokkuð vonlaust  að veita börnunum sínum þeirra sjálfsögðu ánægju að geta brosað. 

Asta Norrman (IP-tala skráð) 18.3.2007 kl. 17:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband