Slagsíðan

Ég rakst inn í kjallara að Laugavegi 21 í dag. Þar hefur fram til þessa verið til húsa félagsmiðstöðin Snarrót sem hýst hefur ungt hugsjónafólk. Núna nýlega var opnuð bókaverslun sem er með býsna athyglisverðar bækur til sölu. Kallast verslunin Bókabúð Slagsíðunnar. Hafa þeir sem standa að þessari verslun sérhæft sig í að bjóða upp á róttækar bókmenntir um stjórnmál, hugmyndafræði og þjóðfélagsmál. þar má finna m.a. lesningu um réttlát viðskipti, ruglið í Bush, Zionisma, Anarkisma, sósíaliska hugmyndafræði, alþjóðavæðingu, náttúru- og umhverfisvernd, Hugo Chavez, vopnaiðnaðinn, Noam Chomski, stríðsbrölt, fíkniefnaframleiðsuna í Afganistan, baráttu bænda gegn ruslfæði og margt margt fleira.

Áhugavert fyrir fólk sem vill pæla í þjóðfélagsmálum með gagnrýnu hugarfari. Frábært framtak.

Hvet fólk eindregið að kíkja inn en opið er mánudaga - laugardaga kl. 15:00-18:00.

JB

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband