12.3.2007 | 22:46
Þegar fjölpósturinn var ekki til - áskorun til lesenda
Ég er ekkert að ýkja mikið þegar ég segi að ég hef eiginlega verið að drukkna í svokölluðum fjölpósti undanfarin ár. Það er engu öðru að kenna en eigin framtaksleysi að ég skuli ekki hafa fengið mér miða þar sem slíkur póstur er afþakkaður. Í dag var mælirinn fullur og ég gerði mér ferð á pósthúsið og óskaði eftir einum gulum til að setja á bréfalúguna. Að sjálfsögðu er þetta hluti af því að reyna að verða umhverfisvænni. Það má kannski segja að framtaksleysið stafi af því að manni er ekkert sérstaklega umbunað fyrir að vera umhverfisvænn. Það er galli og því þarf að breyta.
Þegar ég var í pósthúsinu rifjaðist upp sá tíma þegar fjölpósturinn var ekki til hér á landi. Ég man vel eftir fyrstu kynnum mínum af fjölpósti en það var þegar ég var skiptinemi í Kanada 1984. Slíkur póstur kom reglulega til okkar þarna í sveitinni þar sem ég bjó og virtist fólkið kunna vel að meta þessa pésa, alla vega voru þeir lesnir og mikið spáð í verð og vörur.
Þetta var líka á þeim árum þegar Mc Donalds var heldur ekki til á Íslandi við. En síðan hefur margt breist hér á landi og fjölpósturinn flæðir og endar iðulega í einhverjum gámi ólesinn.
Í ljósi umhverfis og sóunar hef ég semsagt ákveðið að afþakka pent allan fjölpóst og skora á aðra að gera slíkt hið sama.
JB
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.