Um kjör verkafólks í dótturfyrirtæki Bakkavarar í Englandi

Alveg eru fréttirnar af kjörum verkafólks í breska fyrirtækinu Katsouris Fresh makalausar. Ekki hljómar það heldur betur að Katsouris Fresh er dótturfyrirtæki Bakkavarar. Fréttir herma að í umræddu fyrirtæki er ýmislegt sem ekki er fólki sæmandi; öryggis- og heilsumálum  er ábótavant þannig að fólk hefur t.d. verið að missa útlimi, launamálin eru ekkert til þess að hrópa húrra fyrir og stór hluti starfsmanna á við tungumálaerfiðleika að etja.

Verkalýðsfélagið GMB hefur gert úttekt á fyrirtækinu og í kjölfarið birt svarta skýrslu. Frá stjórnendum Katsouris Fresh hafa engin viðbrögð boris og því hefur verkalýðsfélagið leitað til eigendanna, þ.e. yfirstjórnar Bakkavarar.

Það virðist seint ætla að ganga að bæta kjör verkafólks í heiminum og það virðist enn síður ætla að ganga að koma eigendum alltof margra fyrirtækja í skilning um að það er fólkið á lægstu laununum sem vinnur sína löngu vinnudaga sem er undirstaða þess að fyritæki hafa möguleika á að hagnast.

Þetta dæmi er til þess eins að minna okkur sem störfum innan vébanda verkalýðsflokks að barátta verkafólks er svo sannarlega ekki lokið og það sem meira er hún er eins og ávallt áður alþjóðleg. Við höfum svo sannarlega orðið vör við það þar sem hér á landi eiga sér stað ítrekaðar tilraunir til að halda aftur af kjörum erlendra farandverkamanna.

Barátta verkafólks erlendis er einnig okkar barátta. Alþjóðahyggja verkafólks hefur væntanlega aldrei verið mikilvægari en einmitt á okkar tímum. Gleymum því ekki.

JB


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Hér á landi þríst það að menn sem vinna nákvæmlega sömu vinnu fá 16-20% lægri laun eftir því hjá hverjum þeir vinna.

Það sem verra er er að ef þeir sækja um vinnu hjá þeim aðila sem borgar betur, er um það samkomulag að hafna þeim.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 12.3.2007 kl. 21:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband