"...og út úr þokunni stígur venjulega forysta Framsóknarflokksins og fær lyklavöld hvað sem fylginu líður"

Hörður Bergmann var að gefa út athyglisverða bók þar sem hann rýnir á gagnrýninn hátt í íslenskt samfélag nútímans. Bókin heitir Að vera eða sýnast. Þar fjallar Hörður um mikilvægi gagnrýninnar hugsunar og málefnalegrar umræðu um samfélagsmál sem hann segir að skorti allverulega.

Í tilefni kosningabaráttunnar læt hér fylgja góða tilvitnun í bók Harðar til umhugsunar, en þar segir Hörður m.a.:

"...líkjast starfshættir stjórnmálaflokka að mörgu leyti því sem tíðkast við markaðssetningu. Í kosningum er boðið upp á pakka í fallegum umbúðum. Væntanleg stjórnarmyndun er jafnan sveipuð þoku eins og fyrr segir - og út úr þokunni stígur venjulega forysta Framsóknarflokksins og fær lyklavöld hvað sem fylginu líður. Aflokun upplýsinga og fagurgali stjórnmálaflokka grefur ásamt faglega hönnuðu sjónarspili undan lýðræði í landinu. Fyrir kosningar hamra valdhafarnir á því sem hljómar vel og virðist mörgum í hag: stöðugleika, svigrúm til skattalækkana, nægu fé til samgöngubóta og "menningarhúsa" en þegar aftur er sest í valdastólana verður nauðsynlegt að "gæta aðhalds" til þess að "koma í veg fyrir þennslu"."

Eru þetta ekki orð í tíma töluð hjá Herði? Jú svo sannarlega og ekki síst þegar hann talar um þá sem koma út úr þokunni og fá lyklavöldin, Framsóknarflokkinn. Eigum við ekki að gefa honum frí frá næstu ríkisstjórn?

JB


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Sigrún Harðardóttir

Minn kæri gamli skólabróðir Jóhann. Við erum ekki sammála í pólitík. Ég hins vegar velti fyrir mér hvort það er ekki dulítil skekkja í þessum pistli þínum, sem líklega á rætur að rekja til bókarinnar sem þú vitnar til.  Ég get sumsé ekki skilið hvernig höfundurinn getur á sama tíma fjallað um "mikilvægi gagnrýninnar hugsunar og málefnalegrar umræðu um samfélagsmál þegar hann sjálfur uppfyllir ekki þessi skilyrði.

Myndlíkingunni hefur líka verið stolið úr texta Bubba Morthens. Eða var það EGÓ?

Helga Sigrún Harðardóttir, 7.3.2007 kl. 17:28

2 Smámynd: Sigurður Ásbjörnsson

Tek undir með þér Jóhann.  Ég held reyndar að Framsókn þurfi meira en tíma´bundið frí.  Það er óhugsandi að það verði einhverjar alvöru stjórnkerfisbreytingar til hins betra ef þessi atvinnumiðlun er við völd.

Sigurður Ásbjörnsson, 7.3.2007 kl. 20:55

3 identicon

Af hverju í ósköpunum gengur ekki þetta tómrartunnutal hinna flokkanna í kjósendur þegar á hólminn kemur ?

http://blog.central.is/gummiste

Guðmundur Stefánsson (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 13:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband