22.2.2007 | 20:38
Siðmennt tilnefnd til samfélagsverðlauna Fréttablaðsins
Það kom mér ánægjulega á óvart að Siðmennt hafi verið tilnefnd til samfélagsverðlauna Fréttablaðsins sem veitt voru í dag. Í frétt Fréttablaðsins segir um tilnefningu félagsins: Félagið hefur byggt upp borgaralegar fermingar á Íslandi. Fermingarundirbúningurinn hefur vakið sérstaka athygli, ekki síst vegna þeirrar siðfræðikennslu sem ungmennin hljóta."
Í 11 ár hef ég starfað að fermingarundirbúningi fyrir Siðmennt. Það var árið 1996 þá nýkomin úr námi frár Belgíu sem ég sá auglýsingu frá Siðmennt þar sem óskað var eftir kennara á undirbúningsnámskeiðin. Ég man alltaf eftir símtali mínu við Hope Knútsson formann og stofnanda Siðmenntar hversu jákvæð hún var gagnvart reynslu minni. Ég hafði alllengi reynt að fá vinnu en með litlum árangri þar til ég heryði í Hope. Samstarf okkar hefur staðið yfir síðan og verið mjög gott og ánægjulegt í alla staði.
Hope er frumkvöðull að borgaralegum fermingum hér á landi sem hafa gefið fjölmörgum unglingum tækifæri til þess að fermast án þess að þurfa að strengja trúarheit. Þessi siður hefur tíðkast erlendis og er einna þekktastur í Noregi. Þekktasti norski einstaklingurinn sem fermst hefur borgaralega er án efa Gro Harlem Bruntland fyrrverandi forsætisráðherra.
Á undirbúningsnámskeiði því sem ungmenning sækja fyrir fermingarathöfnina fá unglingarnir ýmislegt að hugsa um sem ætlað er að efla siðvit þeirra og gagnrýna hugsun. Námskeið þetta er þannig úr garði gert að allir geta sótt það burtséð frá trúar eða lífsskoðunum.
En Siðmennt gerir meira heldur en að standa fyrir borgaralegum fermingum. Siðmennt er er einnig baráttuvettvangur fyrir almennum lýðréttindum. Eitt stærsta málið sem Siðmennt berst fyrir nú er að félagið fái sömu réttarstöðu og trúfélög hafa í þeim skilningi að félagsmenn geti greitt sóknargjöld til félagsins í stað þess að greiða þau til Háskóla íslands. Ef það gengi í gegn myndi Siðmennt geta veitt félagsmönnum sínum þá þjónustu sem trúfélög veita sóknarbörnum sínum en Háskóli Íslands veitir hinsvegar ekki þeim sem greiða sín "sóknargjöld" þangað.
Þetta er meginbaráttumálið sem unnið er að um þessar mundir. Því miður hafa stjórnmálamenn tekið þessu réttlætismáli fálega og því mjög brýnt að á næsta þingi sitji umburðarlyndari einstaklingar en nú gera.
En hvað sem því líður þá er viðurkenningin að hafa fengið tilnefningu til samfélagsverðlauna Fréttablaðsins mikilvæg starfi félagsins. Ég óska samstarfsfólki mínu í Siðmennt innilega til hamingju með þennan áfanga.
Nánar um Siðmennt má lesa á www.sidmennt.is
JB
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það var kominn tími til þess að Siðmennt fengi verðlaun fyrir þau samfélagsverkefni sem samtökin hafa unnið að. Áfram Siðmennt!
Guðlaugur Kristmundsson, 22.2.2007 kl. 20:46
Til hamingju með þetta. Gaman að heyra.
Hrannar Baldursson, 23.2.2007 kl. 15:24
Gaman að heyra. En hvar/ hvenær var þessi umfjöllun um tilnefningar til verðaunanna ? Ah .. á bls 16 í gær 22. feb.
Morten Lange, 23.2.2007 kl. 16:56
Til hamingju!
Væri ekki best ef þið berðust fyrir þessum málefnum sjálf á Alþingi? Ég skal kjósa!
María (IP-tala skráð) 23.2.2007 kl. 17:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.