18.2.2007 | 22:45
Dekrið við einkabílismann rýrir lífsgæði
Athyglisverðar eru þær upplýsingar sem fram hafa komið um mengun í Reykjavík af völdum bifreiða. Mælingar hafa sýnt að mengunin er yfir heilsuverndarmörkum við 20 leikskóla í borginni. Þetta eru sláandi upplýsingar sem ber að bregðast við. Á vef Reykjavíkurborgar kemur fram að 73% svarenda í könnun í lok síðasta árs óku sjálfir til og frá vinnu og kom einnig fram að einkabíllin er langmest notaðaður í Reykjavík af sjö stórum borgum á Norðurlöndunum miðað við íbúafjölda.
Á sama tíma og þessar upplýsingar eru borðleggjandi ákveður borgarstjórnarmeirihluti Framsóknar - og Sjálfstæðisflokks til að ráðist verði í gerð mislægra gatnamóta við Kringlumýrabraut væntanlega til þess að koma til móts við einkabílismann í stað þess að efla vistvænni ferðamáta eins og fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í umhverfisráði hefur lagt til. Fulltrúi VG lagði til að forgangur strætó yrði stórelfdur í borginni t.d. með því að leggja forgangsakreinar fyrir strætó. Markmið slíkrar tillögu er að sjálfsögðu sú að fólk kæmist hratt á milli staða á umhverfisvænni hátt í stað þess að borgarbúar væru hver um sig einir í bíl sínum með tilheyrandi sóun og mengun.
Þetta er tillaga sem hreinlega stuðlar að bættum lífsgæðum borgarbúa. Hvernig má færa rök fyrir því í ljósi nýjustu loftmælinga að aukið dekur við einkabílinn sé til þess fallið að auka lífsgæði borgarbúanna? Hvort er hreinna loft eða greiðari leiðir fyrir einkabílinn meiri lífsgæði?
Þegar allir íbúar borgarinnar eru teknir með í dæmið og líka börnin á leikskólunum 20 sem áður voru nefndir er engin spurning að það er mjög brýnt að minka þá mengun, bæði loftmengun og hávaðamengun sem stafar af óhóflegri notkun einkabíla.
Svör borgarstjórnarmeirihlutans við tillögu VG í umhverfisráði voru á þá leið að tillagan lýsti "ótrúlegum kreddum".
Þetta eru svör þeirra við mengunarvandanum í borginni sem kallast í dag "hægrigrænir". "Hægrigrænir" villja semsagt bæta aðgengi fyrir mengandi einkabíl þannig að allir geti nú ekið, hver á sínum bíl til og frá vinnu en það er helst á slíkum stundum sem ástæða er til að nota strætó á forgangsakgreinum. Það er að þeirra mati "ótrúleg kredda" að leggja til að umhverfisvænni samgönguleiðir.
Já maður spyr sig bara hverjir eru með kreddur þegar upp er staðið?
JB
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:50 | Facebook
Athugasemdir
Já þetta eru ákveðin fræði sem skrifað hefur verið um síðan um 1960 allavega. Bíllinn er ákveðið krabbamein í borgum nútímans. Það skal muna að margir hafa atvinnu af að byggja vegaslaufudrasl og ýmis fyrirtæki moka inn peningum við að byggja hinar óþörfustu brýr, slaufur og hraðbrautir fyrir engann ávinning. Segi bara eins og í Watergate: Follow The Money!
Ólafur Þórðarson, 18.2.2007 kl. 22:55
Staðviðri og allt það hefur ekki háð okkur i henni Rvik nema að littlum hluta,sem betur fer að það koma ju dagar,þar sem þetta er vandamal!!!En við viljum Einkabilin og það er vist,en Jafnframt má gera það átak að hafa fritt i elmennisveggna og byrja á minka einkabilaneisiluna svoleiðis ekki þessi boð og bönn sem menn vilja framkvæma allataf/ það buað ekki allir i 101 er það!!!!!!Kveðja Hali Gamli
Haraldur Haraldsson, 19.2.2007 kl. 09:56
Það er alltaf verið að neyða einhvern til einhvers, þess vegna er pólitík pólitík.
Ef menn nota mína peninga til að leggja malbik svo ég þurfi að anda að mér svifryki þegar ég hjóla í vinnuna, þá er "verið að neyða fólk".
Ég hef heyrt þessa rökleysu áður: "Viltu þá þvinga fólk til að taka strætó?" Þetta eru ekki rök heldur dæmi um að gera mótaðilanum upp skoðanir. Jónas sagði bara að aukin þjónusta við þá sem eru háðir einkabíl myndi ekki leysa neitt.
Við höfum verið staðin að ofneyslu einkabílsins. Ef einhver stingur upp á að gætt sé hófs, rýkur fíkilinn upp á nef sér með ásakanir.
Kári Harðarson, 19.2.2007 kl. 10:48
Fyrirgefðu Jóhann, ég skrifaði Jónas þarna.
Kári Harðarson, 19.2.2007 kl. 10:49
Málið er held ég að verið er að þvinga alla til að nota einkabíl. Þetta er borðliggjandi staðreynd. Það er varla hægt að komast á milli án einkabíls, enda stærstur hluti gatna gerður fyrir bíl. Svo staðhæfingar með að það eigi að neyða fólk til að taka strætó eru algerlega út úr korti. Eru meira svona gjamm en eitthvað rökrétt. Strætó er oftar en ekki einmitt enginn kostur, enda sést hvað fólk stekkur upp á nef sér við að heyra að mega nú nota strætó því það er hrætt við að standa úti og frjósa í hel í staðinn fyrir að fitna inni í bónaða munaðinum sínum.
Ólafur Þórðarson, 21.2.2007 kl. 05:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.