Kannski er ég bara aumur lygari

 Dómkirkjupredikarinn Þorvaldur Víðisson predikaði í kirkju sinni þann 14. nóvember s.l. og sá ástæðu til að ræða borgaralega fermingu. Málið er mér nokkuð skilt enda hef ég haft umsjón með undirbúningsfræðlunni fyrir borgaralega fermingu síðan 1997. Í pistli sínum segir hann meðal annars:

"Hvað er borgaraleg ferming annað en blekkingarleikur, skrumskæling, lygi, afbökun á þeirri grundvallartengingu sem er á milli skírnar og fermingar?"

Ég er þá kannski bara eftir allt saman aumur lygari sem stundar blekkingarleik og allskyns afbakanir. Ja það skyldi þó ekki vera? Hmm hættulegur maður, ég.

Lesa má þessa dásamlegu predikun á eftirfarandi vefslóð:

http://tru.is/postilla/2010/11/kirkjan-fr%c3%a6%c3%b0ir

Njótið þið vel predikunarinnar :-)

JB 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Egill Óskarsson

Þess má geta að Þorvaldur er einn af prestunum sem hélt því fram í Morgunblaðinu fyrir stuttu að verðmæti jarðanna sem kirkjan lét ríkinu í té gegn launagreiðslum sé 17 þúsund milljarðar, eða 17 billjónir.

Sjá nánar hér: http://www.vantru.is/2010/10/21/21.00/

Egill Óskarsson, 15.11.2010 kl. 22:55

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta er ekki einlekið. Er kirkjan og þjónar hennar svo sjálfhverft fyrirbrigði að þeir hafi algerlega glatað þjónshlutverkinu?  Fólk sem sækir kirkju í leit að guðsorðinu og huggunarorðum, þarf undantekningalaus að sitja undir reiði og fordæmingartölum kirkjunni sjálfri til varnar og upphefðar.

Sér grefur gröf segi ég. Hef heyrt trúaða tala um að þetta sé orðið óþolandi ástand; gömul og góð messugjörð heyri fortíðinni til. 

Svo dásama þeir nú skoðanakönnun, sem segir aðeins tæplega helming manna bera traust til sóknarkirkna og sóknarpresta! Þeir geta ekki einu sinni séð vísbendinguna í því.

Er ekki komin tími á ítalega sjálfskoðun og upprifjun eiða hjá þeim blessuðum?

Jón Steinar Ragnarsson, 15.11.2010 kl. 22:58

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Svo skrifa þeir fallandi gengi sitt á örlsmá vantrúarfélög og lítinn hóp húmanista.  Það hlýtur þá að vera eitthvað að marka þá hópa, fyrst afl þeirra er svona gríðarlegt.

Afneitunin er alger þarna. Manni svíður að sjá þá gera sér þetta að sama skapi og manni svíður að sjá þá hlunnfara kirkjurækna um guðsorðin og huggunina á erfiðum tímum.

Hvernig var þetta nú aftur með flísina og bjálkann?

Jón Steinar Ragnarsson, 15.11.2010 kl. 23:04

4 Smámynd: hilmar  jónsson

Tek undir orð Jóns Steinars. Afneitunin er með ólíkindum.

hilmar jónsson, 15.11.2010 kl. 23:41

5 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Þetta fer í bókina "Gullkorn þjóðkirkjunnar" sem kemur að öllum líkindum út um þarnæstu jól, því að það mun eflaust margt gott fjúka af vörum þjóna hennar á nýju ári.  Ár aðskilnaðar ríkis og kirkju sýnist mér á öllu. 

Svanur Sigurbjörnsson, 16.11.2010 kl. 02:24

6 identicon

Þú ert vondur maður og lygari Jóhann. Þetta vita allir :)

Sigurður Hólm Gunnarsson (IP-tala skráð) 16.11.2010 kl. 09:01

7 identicon

Skemmtilegir tímar, það er svo gaman að sjá hjátrúarmaskínur um allan heim tala sig út úr huga fólks.

Ég hugsa að kristni verði fyrst til að "hverfa" af sjónarsviði hjátrúar, það er að gerast mjög hratt í dag, meira að segja í USA.
Mér sýnist á tali trúarforkólfa að þeir sjái aðeins möguleika í Afríku.. kannski íslandi og afríku ;)

doctore (IP-tala skráð) 16.11.2010 kl. 11:01

8 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Af hverju kallarðu fermingu barnanna borgaralega en ekki "húmaníska" Jóhann (sbr. húmanísk útför og húmanísk gifting)?

Guðmundur St Ragnarsson, 16.11.2010 kl. 11:44

9 Smámynd: Valgarður Guðjónsson

Endilega vekja athygli á predikun Þorvaldar og stærðfræðikunnáttu. Mér sýnist að bæði Siðmennt og Vantrú geti slakað á... rangfærslur, upphrópanir, útúrsnúningar og yfirlæti þeirra kirkjunnar talsmanna sem hafa hvað hæst þessa dagana gera miklu meira fyrir aðskilnað en nokkuð annað.

Guðmundur, "borgaraleg", "veraldleg", "húmanísk" o.s.frv. það vantar kannski betra orð. En breytir það einhverju um hversu vitlausar fullyrðingar Þorvaldar eru?

Valgarður Guðjónsson, 16.11.2010 kl. 12:16

10 identicon

pínlegt að sjá hvað kemur frá þessum "guðsmanni".

rangfærslurnar og veruleikafirringin...

sorglegt að fylgjast með manngreyinu.

Einar (IP-tala skráð) 16.11.2010 kl. 13:59

11 identicon

Kæri frændi

Þú ert á réttri braut og þú hefur gert meir rétt en rangt og hjálpað fleirum með þínum möguleikum, Húrra Húrra fyrir þér kæri frændi ekki hlusta á neitt annað.

Óli Óla í Indónesíu

Óli Óla (IP-tala skráð) 16.11.2010 kl. 18:09

12 Smámynd: Birnuson

Mikið hefði ég orðið reiður ef „borgaraleg ferming“ hefði verið til þegar ég var 14 ára. Helsti kosturinn við að vera trúlaus á þeim aldri er einmitt að losna við ferminguna!

Birnuson, 16.11.2010 kl. 20:29

13 identicon

Afhverju borgaraleg ferming? afhverju ekki sleppa öllu heila klabbinu fyrst viðkomandi er trúlaus? mikil málamiðlun að láta samt ferma sig en upprunaleg meining fermingar er blessun er það ekki? frá hverjum vilja trúlausir fá blessun? frá þér Jóhann kannski?

Adeline (IP-tala skráð) 17.11.2010 kl. 09:33

14 Smámynd: Skeggi Skaftason

Adeline:

Borgaraleg ferming er það besta sem komið hefur fyrir kristileg börn sem kjósa að fermast í kirkju, því þá er ekki eins auðvelt að ásaka þau fyrir að játast Kristi eingöngu gjafanna vegna.

Skeggi Skaftason, 17.11.2010 kl. 13:42

15 Smámynd: Adeline

Skeggi:

þú segir það, en það svarar ekki spurningu minni samt...

Adeline, 18.11.2010 kl. 08:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband