Og enn er rætt um Krist í kennslu

Í morgun var enn og aftur rætt um Krist í kennslu. Hvet ykkur til að hlusta á viðtalið sem var á Rás 1.

http://dagskra.ruv.is/ras1/4552156/2010/10/29/1/

JB


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyrði viðtalið í morgun: mjög fínt; yfirvegað og upplýsandi.

Skúli Pálsson (IP-tala skráð) 29.10.2010 kl. 18:38

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er hárétt hjá þér að Íþróttir heyra undir heilbrigðismál. Þær hafa verið kennslugrein svo lengi sem ég veit til.  Það er algerlega absúrd að líkja trúarbrögðum við þær.  Hér snýst þetta heldur ekki um trúarbrögð í breiðum skilningi eins og látið er að liggja, heldur er það hin kristna lúterka kirkja sem sækir þetta mál alfarið.

Ef það er lausn til jafnræðis að hleypa öllum trúbrotum inn í skóla með trúboð sitt, þá gildir það raunar um alla sem vilja kynna og boða sína hugmyndafræði og söluvöru, samsærikenningar og stjórnmálakoðanir.  Á þeim grunni er ekki hægt að draga neinar línur.  Þá er líka tilgangur menntastofnanna horfinn fyrir ofan garð og neðan.

Það eru skýr mörk milli náms og innrætingar. Þau ber að virða og skóla leyft að vera kóla og kirkju kirkju.

Þegar vísað er til hefðar og sögu, er einvörðungu verið að tala um kristni og foréttini hennar á þeim grunni í okkar samfélagi. Forréttindi, sem stangast á við stjórnarskrá, mannréttindi og skilgreiningu náms.

  Trúrbrögð eru afl aðskilnaðar og flokkarátta og slíkt er sértaklega viðkvæmt hjáungu fólki.  Ég hef svoem ekkert á móti litlu Jólunum. Þau eru heiðin hátíð að nafni og snúast upprunalega umártíðir og sólargang.  Mé þætti þó gaman að sjá og heyra viðbrögð við því að ramadan, hanuka, makar sankranti verði tilefni frítíma og viðburða í skólastarfi. Það mun örugglega hjálpa við að kenna börnum aðgreiningu og flokkadrætti. 

Í öllum harmagrátnum og spuna þjóðkirkjunnar er auðvitað ekki verið að fara fram á slíkt ástand.

Ég vil annars spyrja þig í tengslum við heimóknir og boðun á borð við vinaleið og skyldar þreyfingar til trúboðs.  Er þetta tekjulind fyrir kirkjuna?  Fá prestar borgað érstaklega fyrir slíka "kennslu" eða "Samveru"?

Í öðru lagi:Dettur engum í hug að spyrja börnin hvað þeim finnst um þetta?

Jón Steinar Ragnarsson, 30.10.2010 kl. 02:40

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Einnig er vert að nefna varðandi frasans um hefð og sögu.  Hvað er átt við með því?  Mér sýnist þessi hefð og saga ekki bera góðan vitnisburð. Í raun er hún smánarblettur á okkur og þarf ekki að fara langt aftur til að sannfærast um það.

Hvaðan er svo með þessi ofuráhersla presta á börn komin?  Hvað klingir helst í höfði ef sú samsetning er skoðuð í ljósi sögu?

Biblían leggur hvergi þessar áherslur og í raun er varla minnst á börn í henni nema í samhengi refsinga, drápa, limlestinga og ánauðar.  Ég er ekkert að ýkja með það.  Það vita allir sem lesið hafa.

Ef menn eru að hampa gildum kristninnar og telja ig hafa patent á altækum og sammannlegum gildum. Þá er vert að minna á ritningataði eins og Lúkas 14:26 eða Matt: 10 34, vo eitthvað sé talið til. Er það eitthvað sem á erindi til barna? Þetta eru lykilboðanir. Leiðbeining um það hvernig kritnum manni ber að elska sjálfan sig og þar með aðra.

Ég spyr bara eins og fávís kona. Einhver myndi hvá ef annarskonar ritum væri dreift með sama innihaldi. Kynþáttahatur oghótanir eru rauður þráður í þessum ritum. Er ekki vert að dæma þau efnislega og hræsnislaust?

Jón Steinar Ragnarsson, 30.10.2010 kl. 02:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband