Lýgur Þjóðkirkjan upp á íþróttahreyfinguna?

Í örvæntingafullri tilraun sinni til að réttlæta trúboð sitt í skólum hefur þjóðkirkjan að undaförnu beitt ýmsum athyglisverðum brögðum. Eitt er að líkja starfsemi sinni við starfsemi íþróttafélaga og halda því statt og stöðugt fram að íþróttahreyfingin sé sí og æ að taka börnin úr skólunum á sama hátt og gert er varðandi fermingarferðalög kirkjunnar. Nú er það bara svo skrítið að á öllum mínum kennsluferli frá árinu 2001 hef ég aðeins orðið einu sinni vitni að því að nemendur hafi þurft að fá leyfi vegna íþróttaferða og var það hluta af degi og líklega 10-15 nemendur. Ég ætla að sjálfsögðu ekki að útiloka að það hafi verið oftar, en svo sannarlega er skólastarf ekki sett í uppnám á hverju ári eins og gerist þegar fermingarferðirnar eru farnar.

Ef þjóðkirkjan hefði einhverja pínulitla sjálfsvirðingu þá myndi hún ekki leggjast svo lágt að ljúga upp á íþróttahreyfinguna.

jb


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hálfsannleikur oftast er óhrekjandi lýgi.

Hefur þú tölur þessu til staðfestingar?

Hversu oft fengu börn leyfi til að fara í íþróttaferðalag á liðnu ári í Reykjavík?

Og versu oft fengu börn leyfi til að fara í fermingarbarnaferð á liðnu ári í Reykjavík?

Svo getur þú skoðað önnur leyfi, vegna ferðalaga, söngbúða etc. sem foreldrar taka ákvörðun um.

Og eru frjáls af.

Berðu þetta saman.

Finndu þetta út og láttu okkur vita.

En ekki vera með dylgjur og "mér finnst" og "ég held".

Þórhallur Heimisson (IP-tala skráð) 20.10.2010 kl. 06:55

2 identicon

Skemmtilegt að sjá sr. Þórhall vitna í Stephan G. Hann vitnar kannski í kvæði hans um Vantrúnna næst 

En er ekki réttast að bera saman það sem er sambærilegt. Þekkir Þórhallur einhver dæmi þess að 90% nemenda eða meira í heilum  árgang í reykvískum skóla fái tveggja daga frí á vegum íþróttafélags þannig að kennsla lamist og þeir nemendur sem eftir standa þurfi að dunda sér við eitthvað annað en að halda áfram námi samkvæmt áætlun til að íþróttabörnin missi ekki af neinu?

Ég þekki dæmi um slíkt vegna fermingarferða í skóla dætra minna. Jóhann þekkir greinilega slík dæmi úr sínum skóla. Þórhallur hlýtur að geta komið með eitt dæmi fyrst hann er sannfærður um að ferðalög vegna íþrótta séu sambærileg við fermingarferðalög.

Hvað segirðu um það Þórhallur? Bara eitt dæmi. 

Jón Yngvi Jóhannsson (IP-tala skráð) 20.10.2010 kl. 08:41

3 identicon

Nú skaustu þig aldeilis í fótinn Þórhallur.
Vænir Jóhann um lygar og dylgjur og heimtar að hann safni saman upplýsingum
sem þú veist nákvæmlega að hann getur ekki útvegað.
Svona áróðursvinnubrögð eru einmitt það sem veldur því að margir foreldrar treysta ekki einu orði sem þjóðkirkjan segir eða stendur fyrir.
Ef þú vilt vera  eitthvað annað en ómerkilegur áróðurspési þá skaltu hvetja biskupsstofu til að safna saman upplýsingum úr öllum skólum og leikskólum um komur presta og annarra trúfélaga á þessa staði, ferðir á vegum trúfélaga og annað starf sem ekki fellur undir lögboðið hlutverk mennta og uppeldisstofnana.
Þær upplýsingar máttu gjarnan birta og rökræða.

bitvargur (IP-tala skráð) 20.10.2010 kl. 08:47

4 Smámynd: Ásta Kristín Norrman

Ég efast um að skólinn hafi leyfi til að gefa það mörgum börnum frí úr skóla að skólastarfið raskist. Það er skólaskylda í landinu, það þýðir að börnin eru skyldug til að mæta í skóla. Það má ekki gleyma að það þýðir einnig að skólinn er skyldugur til að halda úti kennslu. Ef við segjum að hvert barn fái frí 2 daga á ári í mismunandi tilgangi, þá er það þannig í dag að þau sem ekki fara í fermingafræðslu missa 4 daga úr náminu. 2 daga sem þau sjálf taka frí og 2 daga sem skólinn bregst skyldu sinni og tekst ekki að halda úti kennslu því 90% nemenda eru í fríi.

Ásta Kristín Norrman, 20.10.2010 kl. 10:08

5 identicon

Það eru þúsundir milljóna árlega sem liggja í pottinum; Prestar sem eiga að vera bláfátækir til þess að verða alvöru Jesú-fanboys. þeir einfaldlega vilja ekki missa þessar Þúsundir milljóna, já og launaumslag upp á milljón+ á mánuði.

Það er ekki verið að verja Jesú, ekki guð, það er verið að verja þær þúsundir milljóna sem eru í púkkinu... þúsundir milljóna sem er kasta á glæ á hverju ári, í Galdrastofnun ríkisins.
Á þeirrri spillingu og óréttlæti þarf að taka.

doctore (IP-tala skráð) 20.10.2010 kl. 12:20

6 Smámynd: Anna Arnardóttir

Fyrirgefið en foreldrar hafa algert leyfi til að fá frí fyrir börnin sín í skólum í allt að eina viku í senn án þess að fá sérstakt leyfi til þess. Til hvers þau nota þessi frí er algerlega þeirra mál.

Ef ég vil taka frí í fjóra daga og fara með börnin mín í skemmtiferð til Köben, fara í tívolíið og leika okkur er mér það algerlega heimilt. Ef ég vil senda þær í tónlistarnámsbúðir eða keppnisferðalag með íþróttafélagi er mér það algerlega heimilt líka. En ef ég vil senda þær í fermingarfæðsluferðalag með kirkjunni þá á allt í einu að banna mér það? 

Ég get kosið að senda börnin mín hvert sem ég vil og skólinn hefur bara ekkert um það að segja!

Þegar barnið mitt fær frí í skóla í einhverja daga heldur kennslan áfram og það er mitt og hennar að vinna upp það sem hún missti niður á meðan hún var fjarverandi.

Ef allur bekkurinn nema einn eða tveir nemendur fær frí á sama tíma ætti kennslan að halda áfram engu að síður og börnin verða að vinna upp það sem þau misstu af með hjálp foreldra. Rétt eins og þegar önnur frí eru tekin.

Ég þekki dæmi þess að drengur fór ekki með í fermingarfræðsluferðalagið. Í stað þess að hafa hann áfram í skólanum og kenna honum var honum gefið frí og kennararnir tóku sér daginn í frí eða undirbúning. Nú er þetta drengur sem er langt á eftir skólafélögum sínum í náminu og hefði þá ekki verið vit að kennarinn hefði notað tímann til að sinna honum eins og hann þurfti?

Ásta Kristín þú segist efast um skólinn hafi leyfi til að gefa þessi frí. Skólinn ræður ekkert yfir því hvenær foreldrar vilja gefa börnunum sínum frí og getur engar athugasemdir gert við það nema ef fríin eru orðin lengri en vika í senn og farin að bitna á námi þeirra hvers um sig.

Ef Icelandair auglýsir allt í einu geggjað tilboð til Spánar og hópur foreldra úr sama bekk ákveður að skella sér á tilboðið með þeim afleiðingum að 12 börn af 18 í bekknum fara öll til Spánar í viku með foreldrum sínum getur skólinn ekkert gert í því. Hann verður bara að sinna þeim 6 nemendum sem eftir sitja og nemendurnir sem eru í fríi verða að vinna það sem þau misstu af upp á eigin spýtur þegar heim er komið. 

Anna Arnardóttir, 20.10.2010 kl. 13:20

7 Smámynd: Ásta Kristín Norrman

Anna! Þú veist það örugglega að þetta virkar ekki eins og þú talar um. Þú sagðir sjálf að skóli hafi verið lagður niður í því tilfelli sem þú vissir um og þeim sem ekki fór í fermingarfræðslu var gefið frí. Það sem ég var að tala um eru skyldur skólans við nemendur og eins og þú nefndir í þínu dæmi, brást skólinn skyldum sínum og gaf öllum frí. Þessi eini sem var eftir átti kröfu á að haldið yrði áfram í skólanum eins og áður. Í flestum tilfellum eru krakkarnir sem ekki fermast í kirkjunni, sjálfstæðari og ábyrgari námsmenn en þeir sem blindir elta hjörðina. Þess vegna getur skólinn ekki haldið áfram án þess að taka tillit til hinna 90% sem ekki mættu í skólann.

Ásta Kristín Norrman, 20.10.2010 kl. 14:30

8 Smámynd: Magnús V. Skúlason

Ég myndi frekar líta á þetta sem tækifæri til þess að gera eitthvað annað eins og þú gerðir núna í haust með því að bjóða upp á svona menningar-gönguferð fyrir þau börn sem fóru ekki í fermingaferðina (reyndar tókst þér einhvern veginn að klúðra því með því að fá bæði húsvörðinn í Stjórnarráðinu og í Listasafninu upp á móti þér en það er annað mál).

Magnús V. Skúlason, 20.10.2010 kl. 15:53

9 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ég er ekki frá því, eftir að hafa hlustað á Sigurð Hólm trúfélaga þinn á Bylgjunni rétt áðan að við séum á leið inn á myrkar miðaldir. Hann heldur því fram að það sé ekki hlutverk hins opinbera að styðja eina lífsskoðun umfram aðra. Ég geri þá ráð fyrir að lífrænt ræktað grænmeti verði bannað í skólum framvegis, að umhverfismál verði ekki lengur á borði ríkisstjórnarinnar frekar en friðarboðskapur Lennons og Yoko Ono á leikskólum. Enda vandséð að það sé hlutverk leikskóla að ákveða hvaða boðskap megi bera á borð fyrir börn.

Best væri að mannréttindaráð gæfi út lista um hvað má og hvað ekki svo enginn þurfi að velkjast í vafa um hvað sé leyfilegt. Þá væri líka gott að fá fyrirmæli ráðsins um hvernig trúboði Siðmenntar í skólum skuli háttað svo við hin komumst hjá því að hnjóta um hið nýja syndaregistur.

Áður fyrr var svona hugsanalögreglu aðeins að finna í tótalítarískum ríkjum.

Ragnhildur Kolka, 20.10.2010 kl. 18:28

10 Smámynd: Einar Karl

Nú spyr ég Ragnhildi Kolku og fleiri, það að trúa á Guð og treysta á hann í lífsins önn, trúa á Jesú Krist hans einkason, er það svona svipað og að... trúa því að lífrænt grænmeti sé betra en hefðbundið grænmeti??

Einar Karl, 20.10.2010 kl. 22:35

11 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Einar Karl, rök Sigurðar Hólm fyrir því að meina kirkjunni aðkomu að börnum og unglingum voru að hið opinbera ætti ekki að styðja við eina lífsskoðun umfram aðra.

Það eru margar lífsskoðanir í gangi nú um stundir, sumir aðhyllast lífræna ræktun, líkamsrækt eða hvað annað sem nöfnum tjáir að nefna. Hópganga barna í nafni friðar Yoko Ono var skipulögð af opinberum starfsmönnum leikskólanna sem reka áróður fyrir þessari tegund friðar.

Hver ákveður að friðarboðskapur Vantrúarmanna eða Siðmenntar sé betri en friðarboðskapur kirkjunnar?

Vantrú? Siðmennt?

Ragnhildur Kolka, 21.10.2010 kl. 08:04

12 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hvað eru fermingarferðalög?  Man ekki eftir slíku í mínu ungdæmi. Hvað hafa slíkk ferðalög með fermingu eða fermingarfræðslu að gera? Eru þetta trúarleg ferðalög kannski.Ð(sem væri heldur ekki got mál)

Er það í verkahring kirkjunnar að leggjast í merkingarlaus ferðalög með skólabörn eða er þetta svona nýjasta hæp til að gera kirkjuna hip og cool og kannski svolítið líka íþróttafélagi?  Er þetta kannski gert til að undirstrika misréttið og draga þá inn í hópinn sem kusu að standa utan?

Þaðrf að sykra boðskapinn ofan í börnin, svo það finnist ekki bragð af endaleysunni? JA...svona rétt eins og múturgjafirnar, sem eru helsta gulrótin fyrir þá að lokka örn til að staðfesta eitthvað sem þau ómálga nauðug viljug, voru munstruð inn í?

Mér finnst þetta ógeðfellt, svo ég taki vægt til orða. Man reyndar ekki eftir neinu geðfelldu við stofnunina og hræringar hennar í gegnum tíðina.

Jón Steinar Ragnarsson, 22.10.2010 kl. 23:08

13 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ragnhildur: Heldur Vantrú út einhverjum friðarboðskap?

Jón Steinar Ragnarsson, 22.10.2010 kl. 23:13

14 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Er kirkjan stofnuð utan um einhvern friðarboðskap fyrst og fremst?  Er hann:" Haltu þig á mottunni ef þú villt ekki hafa verra af og það fram yfir gröf og dauða."

Að öllu gamni slepptu, þá átt þú vafalaust við að allt þetta batterí sé bygg utan um þessa einu setningu um að elska náungan eins og sjálfan sig.

Þá er það spurningin sem liggur til grunns: Hvernig ber kristnum manni að elska sjálfan sig?

Það er imprað á því í Lúkas 14:26 ef þú ert með bókina við hendina. Nú eða Mattheus 10: 34-36.  Ég gæti fudið fleira til.

Hér keppist trúfólk við að leiða umræðuna frá raunverulegu efni hennar með alskyns yfirklóri. Ég er hissa á að sjá ekki grátklökkar konnur minnast á litlu jólin sem vantrúarseggirnir vilja taka frá blessuðum litlu bláeygu börnunum.

Jón Steinar Ragnarsson, 22.10.2010 kl. 23:20

15 Smámynd: Einar Karl

Ragnhildur:

Þarf ekki í það minnsta að koma með alvöru RÖK fyrir því að hið opinbera skuli styðja eina lífsskoðun umfram aðra?

Er þín lífsskoðun merkilegri en mín?

Einar Karl, 23.10.2010 kl. 00:22

16 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þakka þér fyrir, Jón Steinar að benda mér á að Vantrú boðar ekki frið. Það hafði reyndar hvarflað að mér áður en ég vildi láta vantrúarmenn njóta vafans.

Vantrú virðist ekki hafa annað markmið en að útrýma kristinni trú. Minnir á önnur trúarbrögð sem lögðu ofuráherslu á að eyða öllum trúarbrögðum til að skapa sér rými. Það tókst um tíma.

Einar, hvaða rök lágu að baki ákvörðun opinberra starfsmanna að fara með leikskólabörn í Lennon/Ono göngu?

Ragnhildur Kolka, 23.10.2010 kl. 11:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband