Hjónabandið ekki lengur á sorphaugunum

Það vekur athygli að í Fréttablaðinu í dag biður biskupinn samkynhneigða afsökunar á að hafa sagt að hjónabandshugtakinu yrði hent á sorphaugana ef samkynhneigðir fengju að ganga í hjónaband.

Með ummælum sínum um hjónabandið og sorphaugana hefur karlinn væntanlega ætlað sér að leggja línurnar fyrir pólitíkusana og þjóðina alla. En viti menn, þó þjóðin láti bjóða sér ýmislegt þá lætur hún ekki bjóða sér hvað sem er og hafnaði því ummælum biskups. Biskupinn "með skottið á milli lappanna" sér sig því tilneyddann til að draga til baka ummæli sín og biðjast afsökunar, að öðrum kosti yrði hlutskipti hans að vera æðstiklerkur í þröngsýnum sérstrúarflokki í andstöðu við meginþorra þjóðarinnar. Það er ekki gott hlutskipti.

En annars er alltaf gaman þegar biskupinn opnar munninn, því það fylkir fólki saman um skynsemina. Þannig eru minnistæð orð hans þegar hann kallaði Siðmennt "hatrömm samtök". Og viti menn í kjölfar þeirra ummæla skráði fjöldi fólks sig í félagið.

JB


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vendetta

Áttu þá við að þegar biskupinn á sama hátt sýnir samkynhneigðum lítilsvirðingu, þá flykkist fólk til að verða hommar og lesbíur. Ég skal trúa því.

Vendetta, 26.6.2010 kl. 15:55

2 identicon

Mér finnst að menn eigi að taka afsökunarbeiðnum vel og ekki mæta þeim með skætingi. Sérstaklega heimspekingar.

ábs (IP-tala skráð) 28.6.2010 kl. 16:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband