SÁÁ, spilavítið og spilakassarnir

Fram kom í fréttum Stöðvar 2 í kvöld í viðtali við starfsmann SÁÁ að samtökin eru ekki hrifin af þeirri hugmynd að opna spilavíti hér á landi. Það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég hlustaði á viðtalið var þetta:

Ætli SÁÁ fjármagni ennþá starfsemi sína með spilakössum?

JB


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Væri ekki góð hugmynd að meðferðaraðilar fengju greitt í hlutfalli við "sölu" á bölinu sem þeir eru að kljást við hverju sinni?Að áfengismeðferð fengi, segjum eitt prósent af söluandvirði hverrar vínflösku. Rökin eru þessi; því meira sem selt er af áfengi, því meira er drukkið og því meira sem er drukkið, því fleiri eiga við áfengisvandamál að stríða, ekki satt?Að fangelsismálastofnun fengi peninga í samræmi við dóma, fleiri afbrot og lengri dómar kalla á meira fjármagna, ekki satt?Að SÁÁ og aðrir sem aðstoða spilafíkla út úr vítahringnum fái visst hlutfall af "vandanum" ef þannig má að orði komast.

Það er hárfín lína á milli þess að fordæma að SÁÁ hafi tekjur af spilakössum og þess að halda því fram að eðlilegt sé að þeir hafi tekjur af spilakössum.

Ef SÁÁ fengi visst hlutafall af sölu áfengis, dytti engum í hug að halda því fram að slík ráðstofun væri ósiðleg, eða hvað?

Ef fangelsismálastofnun fengi fjármagn í samræmi við glæpi, dytti engum í hug að segja að hún sé hlynnt glæpum, er það nokkuð?

Benedikt Halldórsson, 8.2.2010 kl. 22:51

2 Smámynd: Eiríkur Þór Theodórsson

Ég er alveg sammála þér Benedikt um að láta SÁÁ fá minnsta kosti 1% af sölu afengis.

Eiríkur Þór Theodórsson, 9.2.2010 kl. 13:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband