Sigurður Kári er ekki af baki dottinn og fer svo í bréfaskóla í siðfræði

Það var vitað strax í upphafi að það voru mikil mistök að ráðast inn í Írak og nú hefur það svo sannarlega komið enn frekar í ljós hversu afdrifarík þessi mistök voru. Fjöldi óbreyttra borgara hafa fallið, fyrir utan alla þá hermenn infæddra sem og alla lágstéttarkrakkana frá Bandaríkjunum sem Bush sendir á vígvöllin til þess að fá útrás fyrir stríðsæði sitt.

Utanríkisráðherra Íslands Valgerður Sverrisdóttir viðurkennir það í blaðinu í dag að hér hafi verið um mistök að ræða sem byggðust á röngum upplýsingum. Það sem gerðist að mínu mati var einfaldlega það að hér var um að ræða afleiðingu þess að Ísland hefur ekki haft sjálfstæða utanríkisstefnu. Ef við hefðum verið með sjálfstæða utanríkisstefnu hefðum við eðlilega leyft Írökum að njóta vafans og ekki stutt innrásina.

En einn er sá kúreki í fylkingu Bush bandaríkjaforseta sem tjáir sig um málið í blaðinu í dag og heitir Sigurður Kári Kristjánsson og er þingmaður Sjálfstæðisflokks. Hann ætlar sér greinilega að fylgja Bush hvað svo sem Bush gerir og segir hann í blaðinu í dag:

"Ég tel að það hafi ekki verið mistök að lýsa yfir stuðningi við Bandaríkjamenn í þessu máli miðað við þær forsendur sem lágu fyrir þegar sú ákvörðun var tekin....Hvort sem þessi geryrðingarvopn hafa verið til staðar eða ekki er ég á þeirri skoðun að það haf verið þjóðþrifamál að koma Saddam frá völdum."

Greinilegt er að mati Sigurðar Kára að það eitt að koma Saddam frá mátti kosta hvað sem er. En ég held að Sigurður hefði gott af því að fara í smá bréfaskóla í Siðfræði og fá eftirfarandi spurningar í pósti til að rækta siðferðilega mælikvarða sína:

Kæri Sigurður  1) Hvort hefur það reynst almenningi í Írak betra eða verra að ráðist var ínn í landið á sínum tíma?

2) Hversu mörgum óbreyttum borgurum má fórna til þess að koma illum einræðisherra frá?

3) Hver er siðferðileg ábyrgð bandaríkjaforseta gagnvart lágstéttarkrökkunum sem eru í herliðinu hans. Verða herstjórar á borð við Bush ekki einnig að gæta að sínum eigin hermönnum og fjölskyldum þeirra?

Svarið við þessari spurningu í siðfræðibréfaskólanum máttu senda mér í athugasemd við þennan pistil

Bestu kveðjur

Jóhann Björnsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Jóhann, ekki vildi ég eiga barn í kennslu hjá manni sem er svo pólitískt blindur og hatursfullur sem þú.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 13.1.2007 kl. 19:31

2 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Pólitískt blindur og hatursfullur? Að varpa sprengjum á Írak, drepa menn, konur og börn í tugþúsundatali hlýtur þá að kallast kærleikur í þínum huga Heimir... er ekki allt í lagi?? 

Pólitísk réttsýni hlýtur þá að sama skapi að gleypa við lygum Bush-stjórnarinn og halda þeim áfram á lofti eftir að hörðustu fylgismenn hafa viðurkennt mistökin. 

Vonandi starfar Heimir ekki innan menntakerfisins 

Heiða B. Heiðars, 13.1.2007 kl. 19:56

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Auðvitað varð með einhverjum ráðum að stöðva slátrarann Sadam. fr. Aðal-Heiða. Hvort þetta var eina rétta aðferðin veit ég ekki, en þið pólitískt blindu Bandaríkjahatarar sjáið gegnum fingur ykkar ef aðrir en þeir sjá um drápin.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 13.1.2007 kl. 23:47

4 Smámynd: Kristján Guðmundsson

Heimir, númer hvað er þessi uppskrift í matreiðslubókinni; Tilgangurinn helgar meðalið.

Hvort sem Sadam var harðstjóri eða ekki gagnvart sinni þjóð, þá var það ekki ástæðan fyrir því að ráðist var á landið. Svarið við spurningunni hvort innrásin var/er réttlætanleg getur ekki snúist um annað en rökin sem sett voru fram fyrir henni í byrjun. 

Höfundar þessarar innrásar, þ.e. Bandaríkin, hafa ákaflega skírt í sínum lögum, að sönnunargögn sem fengin eru á fölskum forsendum eru ónothæf fyrir dómstólum og reyndar allt sem rannsókn sem af þeim leiðir líka. Þetta er jú meðal annars gert til að ekki sé hægt að kasta fram einhverjum ásökunum og vona svo að menn finni eitthvað sem nothæft til að knésetja menn.

Kristján Guðmundsson, 14.1.2007 kl. 05:04

5 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Heimir:  Segjum sem svo að það hafi verið ástæðan... hversu mörg mannlíf og mikla eyðileggingu má það kosta að koma einum harðstjóra frá völdum?  

Heiða B. Heiðars, 14.1.2007 kl. 05:17

6 identicon

Svo má auðvitað spyrja Heimi hvort ekki eigi næst að ráðast inn í Zimbabwe eða Uzbekistan og koma einræðisherrum þar frá völdum? Fyrst rök hans eru þessi hlítur hann að vera að berjast mjög mikið fyrir því. Eða sækja þá til saka sem öttu Saddam út í stríðið gegn Íran og sáu honum fyrir vopnum? Eða finnst Heimi ekkert óeðlilegt við  hversu hröð réttarhöldin og aftaka Saddams var?

Ég vil sjá hægrimenn á baráttufundum fyrir því að losa öll lönd við vonda einræðisherra, ekki bara Írak. Annað er bara hræsni.

Jóhann Þórsson (IP-tala skráð) 14.1.2007 kl. 11:21

7 Smámynd: Guðmundur Gunnarsson

Það voru margir sem héldu því fram að eina ástæða Bush og þeirra sem eru í kringum hann væri að tryggja aðgang að ólíunni. Það vissu allir sem vildu vita það að gjöreyðingarvopn voru ekki til hjá Saddam og réttlæting innrásarinnar var allan tímann út í hött og stóðst engan veginn. Án þess að ég ætli að réttlæta nokkuð af því sem Saddam gerði þá hafa ráðandi öfl í BNA horft aðgerðalaust upp á svæsnari einræðisherra (slátrara), bæði í Suður Ameríku og Afríku. Reyndar komust sumir þeirra til valda í skjóli auðhringja BNA.

Guðmundur Gunnarsson, 14.1.2007 kl. 16:09

8 identicon

Það gladdi mig á sjá og heyra í Kastljósinu í gær hvað Dorit forsetafrú hefur skýra afstöðu til Íraksstríðsins og hvers vegna það var heimskulegt og siðlaust af Bandaríkjunum að hefja þetta stríð. Yfirlýstur tilgangur þeirra var "stríð gegn hryðjuverkum" en afleiðingin stóraukin hryðjuverk. (Þetta er ekki orðrétt haft eftir henni). 

Nú er svo komið að það hafa fleiri Bandaríkjamenn dáið í Írak en í árásinni á tvíburaturnana 2001. Þá er ótaldar þær tugþúsundir Íraka sem týnt hafa lífi í kjölfar innrásarinnar. Og ónefnt allt það góða sem hægt hefði verið að gera við það fjármagn sem búið er að sóa í þetta hræðilega stríð.

Mér finnst það mikið alvörumál þegar öflugasta ríki heims hagar sér svona - og er afar svekktur yfir að okkar litla, fagra Ísland skuli elta Bandaríkin út í þetta forarfen. Þeir sem tók þá ákvörðun fyrir okkar hönd verða að axla þá ábyrgð!

Á Alþingi voru Vinsti græn eini flokkurinn sem tók skýra afstöðu gegn innrásinni í Írak og líka inn í Afganistan. Við værum betur stödd ef sá flokkur réði meiru á þingi. Vonandi verður það svo eftir næstu kosningar.

Þorvaldur Örn Árnason (IP-tala skráð) 15.1.2007 kl. 11:17

9 identicon

Þorvaldur Örn er villugjarn sem fyrri daginn. Hryðjuverk voru ekki sú ástæða, sem innrásin snerist um. Þorvaldur er þó alltjent skárri en Össur, sem hélt því fram fyrir löngu, að 100.000 Írakar væru fallnir og tók þá ekki mark á neinum öðrum tölum, s.s. frá Iraq Body Count; og enn skárri er Þorvaldur en þeir aðrir, sem hlaupið hafa á fullyrðinguna um 650.000 fallna eða fórnarlömb, enda eru þær tölur, sem eftir áramótin hafa birzt um fallna árið 2006, sem á þó að heita versta árið, til marks um miklu færri fallna en þessar tvær stóru heildartölur. Ég tek ofan fyrir heiðarleik Þorvaldar í þessari talningu sinni.

"Nú er svo komið að það hafa fleiri Bandaríkjamenn dáið í Írak en í árásinni á tvíburaturnana 2001. Þá er ótaldar þær tugþúsundir Íraka sem týnt hafa lífi í kjölfar innrásarinnar," segir Þorvaldur. Setjum þetta nú í samhengi við grein Jóhanns og þessi orð Aðal-Heiðu: "Að varpa sprengjum á Írak, drepa menn, konur og börn í tugþúsundatali hlýtur þá að kallast kærleikur í þínum huga Heimir... er ekki allt í lagi??" -- Bíddu, hver hefur verið að "drepa menn, konur og börn í tugþúsundatali"? Og hvern er verið að ásaka hér, Bandaríkjamenn eða innlendar morðsveitir (súnníta og al-Qaída og nú undir lokin sjíta)? Sá, sem velur að drepa fjölda óbreyttra borgara, og samtök, sem velja það vísvitandi að senda út marga slíka sjálfsmorðssprengjumenn í viku hverri, auk bílsprenginga o.fl., bera þeir enga ábyrgð á verkum sínum? Aðeins Bandaríkjamenn? -- sem eru þó að reyna að halda uppi friði og það í ítrekuðu umboði Sameinuðu þjóðanna -- bera þeir einir ábyrgðina? Hættið að snúa hér öllum staðreyndum við, gamlir Bandaríkjaandstæðingar og aðrir sem látið hafa síbylju-áróðurinn rugla ykkur í ríminu. Ef spurt væri: "Hvort eru Bandaríkjamenn í Írak, árin 2004-2007, nær því að vera að ráðast á Íraksþjóð, með því að drepa þúsundir eða tugþúsundir af óbreyttum borgurum á ári hverju, eða hinu, að halda uppi öryggi og friðargæzlu að vilja Sameinuðu þjóðanna, þá er svar allra upplýstra manna afgerandi: Miklu, miklu nær þessu síðarnefnda!

.

Jón Valur Jensson (IP-tala skráð) 19.1.2007 kl. 15:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband