Láttu fertugasta nemandann koma í bekkinn, við reddum þessu

Það var vissulega ánægjulegt að heyra að leikskólaráð borgarinnar hafi samþykkt tímabundið bætt kjör handa leikskólakennurum vegna manneklu og álags í því skyni að auka líkur á að fleiri veljist til starfa í leikskólunum.

Þegar ég las atvinnuauglýsingar dagblaðanna í morgun og sá að víða vantar fólk til starfa í grunnskólum varð mér hugsað til þess hvað menntaráð ætli sér að gera til þess að laða fólk að grunnskólunum. Ég held að ekkert verði gert. Og ástæðan er einföld.

Eins og margir vita sögðu leikskólarnir stopp síðasta vetur og sendu börn heim ef ekki var starfsfólk til þess að sinna þeim. Þetta kom sér að sjálfsögðu afskaplega illa við marga og því kom berlega í ljós að eitthvað varð að gera. Þetta gerist aldrei í grunnskólunum. Kemur það einhverntíman fyrir að börn í grunnskólum séu send heim vegna þess að starfsfólk vanti? Nei það gerist aldrei, en það sem gerist hinsvegar er að stjórnendur óska eftir því að starfsfólkið bæti við sig nemendum og auknu álagi og ég sé ekki fyrir mér að á því verði nokkur breyting.

Þarna liggur mikil ábyrgð á herðum skólastjórnenda hvernig þeir vinna úr starfsmannaeklu í skólunum. Hvort þeir sendi nemendur heim ef ekki hefur verið ráðið í störfin eða hvort þeir "píni" þá sem fyrir er til að auka við sig vinnu.

Og nú er ástæða til þess að spyrja hvor leiðin er líklegri til þess að koma skólastarfi í lag þegar til lengri tíma er litið?

JB


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Við getum ekki bæði haft skólaskyldu en svo sent börnin heim - eða hvað? Getum við haft skólaskyldu en svo notast við fólk án tilskilinnar fagmenntunar?

Mér fannst punktur Eiríks Jónssonar, formanns Kennarasambandsins, um daginn góður: Hann taldi að kennaralaun væri samkeppnishæf við önnur laun á samdráttartímum í atvinnulífinu en langt í frá á þenslutímum, og var þeirrar skoðunar að það væri þá sem launin ættu að vera samkeppnishæf. Ég bæti svo við að þau ættu kannski að vera svo samkeppnishæf að það yrði umtalsverð samkeppni um störf kennara á samdráttartímunum!

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 19.8.2007 kl. 12:04

2 identicon

Þetta eru orð sem virkilega er þörf á að koma í umræðu og bregðast við. Þetta ástand er verulega farið að hafa áhrif á gæði í skólastarfi.  Nú tala ég af reynslu af kennslu í skóla þar sem fjöldi nemenda í bekk var orðin óviðráðanlegur sem varð til þess að meðan þetta er svona í skólum mun ég ekki sækjast eftir því starfi aftur.

Birna Björnsdóttir (IP-tala skráð) 19.8.2007 kl. 13:29

3 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Eiríkur Jónsson, var hann ekki við samningsborðið árið 2001

Þá minnir mig að launin hafi staðið í stað að mestu, en skólaárið lengt, viðveruskylda aukin.  Ég kalla það allavega ekki launahækkun, þó ég tæki á mig meiri vinnu og fengi borgað fyrir það.  Mér finnst virkilega vera kominn tími til að skipta út stjórn Kennarasambandsins.   

En það er nú svo margt sem mér finnst. 

Ingibjörg Friðriksdóttir, 20.8.2007 kl. 09:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband