Hvenær skyldi stóriðjan verða nauðsynleg forsenda grænna svæða?

Undanfarinn sólarhring hefur nokkuð verið rætt um mögulega árekstra vatnsframleiðslu Jóns Ólafsonar og hugsanlegs álvers í Ölfusinu. Jón sagði í kvöldfréttum í gær að hann vildi að svæðið yrði "grænt". Í kvöld var svo rætt við bæjarstjóra Þorlákshafnar og hann vill líka sjá svæðið "grænt", en hann vill sjá það "grænt" með álveri og sér enga mótsögn í stóriðju og skilgreindum "grænum" svæðum.

Eftir þetta viðtal við bæjarstjórann klórar maður sér dálítið í höfðinu og sú hugsun skýtur upp kollinum hvort stóriðjufólkið fari nú ekki bráðum að gera tilraun til þess að telja okkur trú um að hinar stærstu stóriðjur séu nauðsynlegar forsendur "grænna" svæða?

Allt er nú til.

JB


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: arnar valgeirsson

grænt svæði með stóriðju já. einhvernveginn er manni hætt að lítast á þetta. en ég segi eins og konan í vogum, þegar nú á að fara að finn vænlegan stað fyrir stóriðju þar: " íbúafjöldinn hefur þrefaldast hér á nokkrum árum og ekki var fólkið að pæla í stóriðju þegar það flutti þá"...

en nú þarf auðvitað að fá eitt skrýmsli á svæðið, eitthvað af fólki og seðla í bæjarkassann. en annars var ég að heyra að íbúum á reyðarfirði, svona til dæmis, hefði bara ekkert fjölgað. hellingur seldi bara húsin sín þegar þau ruku upp í verði og flutti eitthvað,,kannski suður ha. alltaf jafn margir. þetta er alltsaman snilld.

arnar valgeirsson, 19.7.2007 kl. 19:28

2 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Reyðarál auglýsir heilsíður eftir heilsíður eftir fólki. Lokaniðurstaðan verður erlent farandverkafólk. Og hvaða heilvita manni dettur í hug að selja Icelandic Pure Nature með álver í innkeyrslunni? Hvenær ætla menn að fatta að það að auglýsa mengun og hreinleika saman er ekki að gera sig?

Ævar Rafn Kjartansson, 20.7.2007 kl. 00:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband