Ég hugsa mig væntanlega tvisvar um áður en ég kaupi vörur frá Nóa Síríusi

Þeir hjá Nóa Síríusi voru svo ósmekklegir í gær á baráttudegi verkalýðsins að þeir sendu hóp af fólki gagngert til þess að hæðast að verkafólki og kjarabaráttu þess. Sjá mátti Nóafólkið í kröfugöngunni með einstaklega fíflaleg "kröfuspjöld" þar sem á stóð "Frjálst tópasland", "Tópas er framtíðin", "Lifi tópasbyltingin" og annað misgáfulegt.

Uppákoma þessi sýnir glöggt á hversu lágu plani við erum í þessu neyslu - og auglýsingasamfélagi okkar. Hversvegna datt þessu fólki sem stýrir Nóafyritækinu ekki í hug að hampa verkafólki sínu á þessum degi í stað þess að gera lítið úr kjarabaráttu þess? Þetta eru greinilega fulltrúar ósmekklegheitanna.

Og ég mun væntanlega hugsa mig tvisvar um áður en ég kaupi vörur frá Nóa Síríusi framvegis og hvet aðra til að gera slíkt hið sama. Nóg er víst vöruúrvalið og því um að gera að velja og hafna.

JB


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

sammála. Einstaklega ósmekklegt.

Jóna Á. Gísladóttir, 2.5.2007 kl. 22:32

2 Smámynd: Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Sonur minn 7 ára sagði við mig um daginn: Mamma, þú VERÐUR að fylgjast með þessum þætti á Stöð 2! Þá hafði hann séð auglýsingu þess efnis og varð svona líka upprifinn. Samt hef ég oft sagt honum að auglýsingar segi ekki alltaf satt. Við megum ekki vanmeta áhrifin sem auglýsingar hafa á börnin okkar.

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 2.5.2007 kl. 23:07

3 Smámynd: Guðlaugur Kristmundsson

Ég varð reiður. Síst að mig langi í Tópas.

Guðlaugur Kristmundsson, 3.5.2007 kl. 01:00

4 identicon

Hvaða máli skiptir þetta? Eru ekki þarna líka einhverjir feministahópar og vinir palestínu? Hvað hefur það með verkalýð og 1. maí að gera? Virðist vera löngu búið að þynnan þetta út, því miður - líklegast var þetta bara óþægileg áminning um það.

Andri (IP-tala skráð) 3.5.2007 kl. 04:45

5 Smámynd: Júlíus Valsson

Sá ekki N-S auglýsinguna í kröfugöngunni. Hins vegar er rétt að geta þess, að N-S hefur í áratugi gengið fram fyrir skjöldu vegna þess fólks sem minna má sig í þjóðfélaginu. Þar hafa fjölmargir einstaklingar fengið vinnu, sem annars hefði verið úthýst af vinnumarkaðnum. Þeir hafa verið einstaklega umburðarlyndir gagnvart fötluðu fólki. Mér finnst rétt að þetta komi fram. Ég hef engra hagsmuna að gæta en þekki þetta vel vegna starfa minna að velferðarmálum. 

Júlíus Valsson, 3.5.2007 kl. 09:50

6 Smámynd: Júlíus Valsson

ps

..ég er líka félagi í Ísland-Palestína. 

Júlíus Valsson, 3.5.2007 kl. 09:51

7 Smámynd: Sigurjón Sveinsson

Hvaða hvaða, sýnir þetta ekki bara hvað 1. maí er orðið útþynnt? Svona eins og forsetaframbjóðendurnir sýna hvað forsetaembættið er orðið útþynnt?

Mér fannst þetta bara fyndið. Og fyndið að þér skuli misbjóða þetta, búinn að vera að atast í þjóðtrúnni þetta lengi, sem er heilög í augum sumra. 

Sigurjón Sveinsson, 3.5.2007 kl. 10:02

8 Smámynd: SM

mjög fíflaleg uppákoma og NS til skammar

SM, 3.5.2007 kl. 10:50

9 Smámynd: Hlynur Hallsson

Nói er sem betur fer búinn að biðjast afsökunar á þessu formlega. Las það í Fréttablaðinu. Þeir eru menn að meiri og maður getur haldið áfram að kaupa djúpan með "góðri samvisku"! Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 3.5.2007 kl. 11:07

10 Smámynd: Guðmundur Auðunsson

Gott að Nói-Síríus baðst afsökunar. Þetta sýnir því miður lítilsvirðingu við þennan alþjóðalega baráttudag verkafólks. Fjöldi motmælenda hefur látið lífið út um allan heim til að berjast fyrir réttindum sínum, og enn eru mótmæli bönnuð þann 1.maí í mörgum löndum. Svo er dagurinn auðvitað rakinn til fjöldamorða á verkamönnum í Chicago fyrir meira en 100 árum síðan. Þetta er því langt frá því að  vera "ómerkilegur dagur" hvað svo sem fólk með söguþekkingu sem nær hálft ár aftur í tímann telur.

Guðmundur Auðunsson, 3.5.2007 kl. 11:21

11 Smámynd: Hlynur Hallsson

Tek undir hvert orð Guðmundar. Bestu baráttukveðjur,

Hlynur Hallsson, 3.5.2007 kl. 11:35

12 identicon

Sammála ekki kaupa Tópaz. Það er líka óhollt og þh.

kristinn (IP-tala skráð) 3.5.2007 kl. 13:38

13 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Næsta skref að Nói Síríus setji viðvaranir á sælgætið sitt, þar sem varað er við tannskemmdum og hjarta/æðaskemmdum af völdum ofneyslu. Líka má minna á að lakkrís eykur blóðþrýsting, getur verið stórhættulegt í ákveðnum tilvikum.

Auðvitað er óábyrgt að setja svona matvæli á markað án aðvarana. Þó það sé sumt voða gott á bragðið.

Ólafur Þórðarson, 3.5.2007 kl. 18:58

14 Smámynd: Eiríkur Ingvar Ingvarsson

Gengur þessi sniðganga almet yfir vörur sem voru auglýstar á 1. mai eða gengur þetta út á aðrferðina. Ælum við í framtíðinni að sniðganga vörur sem eru auglýstar með jólaþemu. Eða Páska þemu.

Maður veltir fyrir sér frelsinu til að auglýsa á vissum dögum og eingöngu með vissum aðferðum. þetta gengur ekki eðlilega upp nema við förum að hefta tjáningarfrelsið. Gundvallarspurninginn er, er auglýsinga og málfrelsi á íslandi. það er hugleiðing sem er vert að hugsa um svona í aðdraganda kostninga

Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 3.5.2007 kl. 21:02

15 Smámynd: Vera Knútsdóttir

Mér finnst bara ekkert að þessu. Það eru fullt af stéttum sem ekki eru verkamannastéttir sem eru illa settar, hver berst fyrir réttindum þeirra? Mér finnst líka vanta orðið húmor í fólk, mér fannst þetta bara einstaklega fyndið og skemmtilegt, og ég meina eru það ekki réttindi verkafólks að eiga pening fyrir tópas?

Vera Knútsdóttir, 3.5.2007 kl. 21:42

16 identicon

veffari, en lakkrís eykur líka kynhvötina hjá konum

Þorsteinn Ingimarsson (IP-tala skráð) 3.5.2007 kl. 22:26

17 Smámynd: Jóhann Björnsson

Nói Síríus baðst afsökunar á uppátækinu í dag. En hversvegna skyldi það hafa verið gert?

Jóhann Björnsson, 3.5.2007 kl. 22:27

18 Smámynd: Eiríkur Ingvar Ingvarsson

Það er annar flötur með þessari sniðgöngu þá er væntanlega að gera fólk, saklaust fólk atvinnulaust. það er að segja ef þetta verður útbreytt sniðganga. Þannig að þetta bittnar á þeim sem síst skildi.

Afsökun NS  er vegna þröngs hóps kverulanta sem kunna að beita þrýstingi á röngum stöðum. Hversvenga fer þessi sami hópur og kaupir ekki lán nema að stimpilgjöld afnumin. Nei það er tapaður slagur en í staðin er ráðist að störfum verkafólks í verksmiðju NS. þetta er nú öll hetju dáðin...

Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 3.5.2007 kl. 23:07

19 identicon

Mikið er verkalýður landsins heppinn að hafa slíkan málsvara sem þú ert Jóhann, með MA í heimspeki og því augljóslega þess umkominn að ákveða hvað er "fíflalegt" og "hæðnislegt" þegar kemur að málefnum verkalýðsins.  Svo ertu líka í framboði fyrir VG, flokk sem hefur á stefnuskrá sinni að hækka laun láglaunaKVENNA, ekki láglaunafólks, heldur láglaunaKVENNA.  Hver er nú fíflið?  Hver er að lítilsvirða baráttu láglaunaFÓLKS?  Það ert þú Jóhann, þú sem ert til einskins nýtur í þínum fílabeinsturni menntahroka, fulltrúi frústreðaðra háskólahippa, án tengingar við verkalýðinn.  Nói-Síríus hefur gert meira fyrir verkafólk en þú og þinn flokkur á nokkurn tíman eftir að afreka, N-S hefur skapað þessu fólki atvinnu.

Dagur verkalýðsins er ekki sýnd lítilsvirðing með auglýsingum, hann er saurgaður af sjálfumglöðum fábjánum sem tala með lítilsvirðingu um neyslu- og auglýsingaþjóðfélag.  Þetta eru einmitt þeir þættir sem skapa verkalýðnum lífsafkomu, en ekki einhverjir fábjánar með MA í heimspeki.

Persónulega hef ég ákveðið að fá mér Tópas og sniðganga þig og þinn flokk, og hvet aðra til að gera slík hið sama. Nóg er úrvalið og því ástæðulaust að kjósa afdankaða hippa og frústreðaðar háskólakellingar.

Þrándur (IP-tala skráð) 5.5.2007 kl. 02:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband