Kannski eignumst við okkar Ryugyong hótel

Norður Kóreumenn hófu að byggja gríðarlega stórt hótel fyrir mörgum árum síðan sem heitir Ryugyong hotel. Ég tók þátt í byggingarframkvæmdum í nokkrar klukkustundir þegar ég var staddur í landinu fyrir nákvæmlega tuttugu árum síðan. Ég fékk nú ekki mikið kaup, þetta var svona sjálfboðavinna en ég fékk frítt fæði og húsnæði. En hvað gerði maður ekki á þeim tíma fyrir sósíalismann, enda komst ég í Staksteina Moggans fyrir uppátækið en það er önnur saga.

Nema hvað, einhverju eftir að ég sagði upp störfum við hótelið hættu þeir framkvæmdum á þessu stóra hóteli sem mig minnir að sé vel yfir 100 hæða hátt. Það er nú frekar erfitt að fá fréttir frá félaga KIm Jong en mér skilst að ekkert hafi gerst í hótelinu síðan ég hætti og það sé búið að standa hálfklárað í öll þessi ár.

Og nú eru kannski líkur á því að við íslendingar séum að komast í klúbbinn þ.e.a.s. hálfbyggðaklúbbinn þar sem kóreubúarnir fara fremsti í flokki með Ryugyong hótel en við munum kannski fylgja fast á eftir með okkar æðislega tónlistarhús.

Ég læt fylgja með mynd af þessu flotta hóteli, felstir vita hvernig tónlistarhúsið lítur út:

 


mbl.is Deilt um tónlistarhús á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband