22.7.2007 | 11:25
Höfum við nokkuð betra að gera en að mótmæla dálítið? (Eða finnið sjö atriði sem betra er að gera en að mótmæla)
Ég get ekki annað sagt en að það er mikið fagnaðarefni að virk mótmæli skuli eiga sér stað hér á landi. Ætli þetta sé ekki einhverskonar heilbrigðisvottorð að fólk skuli hafa skoðanir á hlutunum og vilja láta að sér kveða þó vissulega megi alltaf deila um hvernig mótmælin fara fram.
Allavega myndi ég ekki vilja eiga börn sem sem kysu frekar að verja mestu tíma sínum í Smáralindinni, eða Kringlunni eða á Mc Dónalds, Subway eða lepjandi Coca Cola daginn út og inn í einhverju neyslumeðvitundarleysi og láta mata sig af einhverju bulli búnu til að fyrirtækjum sem vilja aðeins mala gull fyrir eigendur sína hvað sem það kostar. Það er ávísun á heilaleysi af verstu gerð.
Nei þá er nú heilsusamlegra fyrir sálartetrið að mótmæla dálítið nútíma samfélagsháttum og ruglaðri pólitík sem telur okkur trú um að kreppan sé handan við hornið og þessvegna þurfum við að færa allar þessar fórnir á náttúrunni og oft á samborgurum okkar einnig.
Margir hafa skoðun á mótmælum en það hefur vakið athygli mína núna í sumar í tengslum við mótmæli Saving Iceland að fjöldi þeirra sem tjá sig um mótmæli spyrja sömu spurningarinnar sem er þessi:
"Hefur þetta fólk ekkert betra að gera en að mótmæla?"
Þetta er athyglisverð spurning en ég held að þeir sem varpa henni fram þyrftu sjálfir að spyrja sig að því hvernig skuli forgangsraða lífskostunum sem okkur eru búnir. Hvað felst í því að eitt sé betra að gera en annað? Hvernig og hver metur hvað er betra að gera og hvað sé jafnvel best að gera.
Nú gæti verkefni dagsins falist í því að finna sjö atriði sem betra er að gera en að mótmæla.
Vinsamlegast skrifið þessi atriði sem þið finnið og er betra að gera en að mótmæla í athugasemdir.
Gangi ykkur vel.
JB
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:28 | Facebook
Athugasemdir
that's right Yohann. Samkvæmt mörgum gæti sá listi verið svona:
1) vinna 9-5 alla virka daga
2) Segja sína skoðarnir (skoðannaleysur) og álit á moggabloggi á öllu á milli himins og jarðar.
3) Skrifa gildishlaðin orð í blöðin um mótmælendur þar sem þeir eru hvattir til að sækja um leyfi, vera til til friðs, vera með kerfinu, vera ekki á "móti" heldur "með", meðmælendur
4) Fara í Kringuna til að kaupa dót
5) Vera í skóla, en ekki nota menntun sína til að breyta kerfinu, heldur viðhalda því.
6) Horfa á imbann
7) Tala um að mótmælendur hafi "ekkert að gera"
Brissó B. Johannsson, 22.7.2007 kl. 12:25
Nelson Mandela mótmælti.
Árni Gunnarsson, 22.7.2007 kl. 12:29
Líklega hafði hann bara ekkert annað þarfara að gera.
Árni Gunnarsson, 22.7.2007 kl. 12:30
Glæsilegur listi hjá þér Brisó, þetta er nefnilega málið.
Jóhann Björnsson, 22.7.2007 kl. 12:46
Lúther er náttúrulega frægasti mótmælandinn en hann var auðvitað bara prestur og hafði ekkert betra að gera
Ár & síð, 22.7.2007 kl. 19:51
Nei var það ekki Sússi - Mattías. Hann rauk í þá hempuklæddu og velti um borðum og stólum. Var negldur fyrir vikið og heimsfrægur eftir það.
Pálmi Gunnarsson, 22.7.2007 kl. 23:40
Ég dáist að fólki sem leggur það á sig að mótmæla fyrir málstað sem það trúir á. Sjálfur er ég á gamalsaldri orðinn of værukær og sinnulaus til að taka þátt í mótmælum. En í gamla daga þrammaði ég Keflavíkurgöngur og tók þátt í mótmælastöðum fyrir utan Sovéska og Bandaríska sendiráðið út af innrásinni í Tékkóslóvakíu og hernaði Bandaríkjanna í Víetnam. Og eins og Pálmi bendir á þá var Sússi virkur í mótmælum þegar honum var mismoðið. Ég ber virðingu fyrir þeim sem sýna afstöðu sína gegn valdhöfum með því að gera eitthvað í málunum.
Fuck you, I don´t do what you tell me, segja Rage Against the Machine í frábæru lagi, Killing in the Name. Það er málið. Sauðir eru bara sauðir.
Jens Guð, 23.7.2007 kl. 00:37
Það er fínt að mótmæla. Hafi menn hinsvegar mótmælt án þess að vinna málstað sínum nægilegt fylgi og grípa því til lögbrota til þess að reyna að koma sínum vilja fram, þá eru þeir að gera meira en bara að mótmæla. Mér þætti það fínt ef "Saving Iceland" gæti haldið sig við að mótmæla.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 23.7.2007 kl. 05:16
Það er alveg laukrétt hjá ykkur, Pálmi og Jens, að JC var hörku mótmælandi, ruddi mublum um koll og reif kjaft við yfirvöld og hefði örugglega hengt upp borða líka hefði lýðurinn verið læs. Lúther kallinn varð hins vegar upphafsmaður að heimskirkju mótmælenda og svo eru menn hissa á að fólk alið upp í þeim hefðum láti í sér heyra þegar það telur sig hafa ástæðu til.
Ár & síð, 23.7.2007 kl. 07:01
Af hverju stofnum við ekki Dómstól götunnar?
Hugmynd í einhverja þá veru hefur lengi bærst í kollinum á mér, enda hef ég verið á móti ríkjandi ástandi svo langt sem ég man.
Þarna yrði allt innan skefja og með nokkrum virðuleikablæ eins og skiljanlegt er.
Þetta mætti hugsa sér að hefði að yfirstjórn einhverskonar öldungaráð sem starfaði í umboði samtakanna. Kvatt yrði til funda þegar heit umræða um ákvarðanir eða áætlanir stjórnvalda væri komin í gang í samfélaginu.
Þetta gæti orðið vettvangur fyrir upprennandi stjórnmálamenn sem þarna æfðust í að viðra skoðanir sínar.
Ekkert er stjórnmálamönnum mikilvægara en málefnaleg gagnrýni og stjórnarandstaðan er í þeirri stöðu að vera að ýmsra áliti ómarktæk.
Hugsið málið og hafið svo samband.
Ég er eiginlega alltaf við.
Árni Gunnarsson, 23.7.2007 kl. 17:48
Ég viðurkenni að ég botna ekkert í færslunni á undan.
Það sem mig langar að bæta við þráðinn er, að ég skil ekki af hverju margir telja slæmt að mótmælendurnir séu "atvinnumótmælendur".
Það þarf atvinnufólk til að berjast við atvinnufólk. Þeir sem eru að byggja virkjanirnar gera það ekki eftir kvöldmat.
Það eru mörg áhugamannasamtök á Íslandi -- með fullri virðingu fyrir þeirra starfi held ég að þau myndu mörg koma meiru í verk ef þau réðu starfsfólk í stað þess að reyna að gera allt í sjálfboðavinnu.
Kári Harðarson, 24.7.2007 kl. 11:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.