Heiðri blaðamanna bjargað

Stjórnendur Morgunblaðsins og 24 stunda hafa í skrifum sínum að undanförnu gengið ansi langt í að gera félagsmönnum Siðmenntar upp skoðanir sem þeir ekki hafa. Þrátt fyrir að reynt hafi ítrekað að koma því á framfæri hver sjónarmið Siðmenntar eru þá hafa þeir því miður ekki haft nokkurn áhuga á að fara með rétt mál. Viljinn til rangfærslna er því miður svo sterkur á þessum bæjum að áhyggjuefni er. Áhyggjuefnið stafar fyrst og fremst af þeim völdum sem fjölmiðlar hafa og möguleikum á að móta afstöðu almennings.  Ef ritstjórar kæra sig ekki um að birta það sem satt er og rétt þá er illa komið. Almeningur hefur fullann rétt á að fá réttar upplýsingar frá fjölmiðlum. Þetta er réttlætismál í samfélagi sem vill kalla sig lýðræðislegt upplýsingasamfélag. Því miður hafa ritstjórnir Morgunblaðsins og 24 stunda ekki staðið undir þessari sjálfsögðu kröfu. Blaðamennska þeirra hefur verið í gamaldags sovét stíl þar sem ekki má segja sannleikann nema þegar hann hentar þeim sem valdið hefur. Þessir ágætu menn eiga alla mína samúð, þeim er vorkunn.

Sem betur fer eru fleiri fjölmiðlar heldur en blöðin MBL og 24 stundir. Björgvin Guðmundsson bjargaði heiðri blaðamannastéttarinnar í dag í leiðara sínum í Fréttablaðinu. Honum tókst ólíkt ritstjórum hinna blaðana að skilja og segja rétt frá sjónarmiðum Siðmenntar. Fyrir það ber að þakka.

Björgvin segir svo í leiðara sínum:

"Hvorki Siðmennt né aðrir, sem hafa bent á stöðu þjóðkirkjunnar innan menntastofnana, vilja trúna út. Trúarbragðafræðsla á rétt á sér í skólum eins og önnur fræðsla. Þannig lærum við að þekkja viðhorf og lífsgildi annarra. Dauðhreinsun á trúarbrögðunum er ekki lausnin. Þá er hægt að fræðast um jólin og páskana eins og hátíðir annarra trúarbragða en kristninnar.

Trúaruppeldi á hinsvegar að vera á höndum foreldra en ekki skólanna. Það á ekki að setja börn og forráðamenn þeirra í erfiða stöðu þegar velja skal hvort barnið taki þátt í trúarlegu starfi eða ekki. Utan skólatíma hafa foreldrar val um að sækja fjölbreytta dagskrá þjóðkirkjunnar með börnum sínum."

Hér er stefna Siðmenntar komin í grundvallaratriðum.

Það er bara vonandi að ristjórar Morgunblaðsins og 24 stunda megi framvegis bera þá gæfu að sjá hag í því að hafa það sem sannara reynist. Slíkt tókst leiðarahöfundi Fréttablaðsins og fór létt með.

JB


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

já þessi leiðari er ferskur vindur heilbrigðrar skynsemi í soranum, sem annars hefur einkennt þessa umræðu.

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 3.12.2007 kl. 18:19

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég þekki þessa umræðu í sambandi við rasista umræðuna í sambandi við Frjálslynda flokkinn í fyrra.  Það var sama málið það.  Ekkert skeytt um rétt eða rangt, bara að gera fólki upp skoðanir.  Maður verður svo reiður, þegar maður veit að það er farið með staðlausa stafi og lyginn ítrekuð aftur og aftur, og endurtekinn í sífellu.  Þess vegna skil ég þessa umræðu í dag. 

Mér finnst hlutverk fjölmiðla manna vera að leita sannleikans, vera hlutlausir og segja frá því sem sannast er hverju sinni, en ekki nota sér upphlaup til að fá meiri lesningu.  Því þetta mál er ekkert annað en upphlaup, þar sem lygin fer fyrir. 

Siðmennt og vantrú eiga því alla mína samúð í þessu máli. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.12.2007 kl. 20:06

3 identicon

Ég verð eiginlega að vera sammála þér í þessu, sérstaklega hvað varðar 24 stundir. Morgunblaðið hefur mér alltaf fundist vera eina almennilega blaðið á Íslandi, ég les reyndar aldrei ritstjórnargreinar, staksteina eða þessháttar, bara fréttirnar. Það er þó ekki nálægt því eins slæmt eins og 24 stundir. Ótrúlegt að "blaðamönnunum" þar sé borgað laun, ekki er mikill metnaður í að hafa staðreyndirnar réttar í fréttunum.

Er ekki markmið allra fjölmiðla að vera "hlutlausir og óháðir"?. 24 stundir virðast hafa önnur markmið, "Ósannindi og óheiðarleiki".

Guðmundur Ólafsson (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 02:59

4 identicon

http://visir.is/article/20071204/FRETTIR01/71204037
Ég sé alla skóla fulla af trúarpostulum... islam bla bla :)
Ekki vil ég sjá presta og klerka eða hvað sem þetta heitir allt saman inn í skóla... kennarar eiga að kenna og fara yfir þessa hluti á hlutlausan máta, því er ekki hægt að treysta ef kuflar og handklæði eru í kennslustofu

DoctorE (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 12:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband