Siðmennt stendur fyrir veraldlegu brúðkaupi

Siðmennt, félag siðrænna húmanista á Íslandi hefur starfað í tæp tuttugu ár og jafnlengi staðið fyrir borgaralegum fermingum. Smátt og smátt hefur óskum um aðrar veraldlegar athafnir farið fjölgandi s.s. útförum og giftingum og hafa nokkrir einstaklingar núþegar tekið námskeið í veraldlegri útfarastjórn.

Á morgun 22. september mun Siðmennt í fyrsta sinn standa fyrir veraldlegu brúðkaupi. Leitað var til félagsins með ósk um slíkt og varð stjórn félagsins við því. Fríkirkjusöfnuðurinn í Reykjavík var svo vingjarnlegur að leyfa okkur að nota kirkju sína undir athöfnina þrátt fyrir að um veraldlega athöfn sé að ræða og ber að þakka fyrir slíkt umburðarlyndi.

Siðmennt hefur notið leiðsagnar systurfélaganna í Noregi Human Etisk Forbund og í Bretlandi British Humanist Association við undirbúning veraldlegra athafna auk ómetanlegrar aðstoðar prests og meðhjálpara Fríkirkjunnar í Reykjavík. Þess má geta að á árinu 2006 voru haldnar 602 veraldleg brúðkaup í Noregi þ.e.a.s. athafnir eins og sú sem haldin verður hér á landi á morgun.

Nánar verður skrifað um þessa nýbreytni í íslensku menningarlífi síðar en að sinni bendi ég á viðtal við Svan Sigurbjörnsson verkefnastjóra athafna hjá Siðmennt sem flutt var á Rás 1 í morgun:

http://dagskra.ruv.is/streaming/ras1/?file=4304606


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég skil ekki alveggifting á vegum siðmennt sem sagt ekki trúarathöfn,en samt farið í Guðs hús til að framkvæma giftingunaaf hverju ekki fengin salur bara út í bæ??

Dögg (IP-tala skráð) 22.9.2007 kl. 12:06

2 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Er Fríkirkjan ekki "salur úti í bæ"?

Matthías Ásgeirsson, 22.9.2007 kl. 13:30

3 identicon

Er ferming ekki trúarleg athöfn Þar sem menn játast Jesú á hönd, ogleitast við að' gjöra hann að leiðtoga lífs síns ?

Er hjónaband ekki eitthvað sem Guð stofnaði til annars ?

Ef þetta allt samann er ekki gjört í kristinni kirkju með presta og alles, er allt komið í eitthvað rugl og þrugl . Hvers konar rugludallar eru á bak við þetta "siðmennt" ?

conwoy (IP-tala skráð) 22.9.2007 kl. 17:44

4 Smámynd: Svartinaggur

Er trúarleg ferming ekki bara yfirtaka kirkjunnar á því sem kallaðist manndómsvígsla í heiðni (á sama hátt og vatikanið stal hátíð ljóssins og kallaði hana fæðingarhátíð Krists)?

Voru ekki til hjónabönd í heiðni?

Hver segir að það hafi verið prestur sem gaf þau saman? Er það ekki einmitt gott dæmi um umburðalyndi að fríkirkjan hafi lánað húsnæðið? Hvers konar rugludallur er á bak við þetta "conwoy"?

Svartinaggur, 23.9.2007 kl. 07:54

5 identicon

Það er ekki til neitt sem er guðshús, þið getið kallað það guðshús en þetta er bara bygging eins og aðrar
Sýsli myndi nægja mér ef ég fyndi fyrir frumstæðri giftingarhvöt... sem ég geri ekki

DoctorE (IP-tala skráð) 23.9.2007 kl. 13:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband