Frábært innlegg Ásbjörns Óttarssonar um listamenn

Í Fréttablaðinu 7. október s.l. var vitnað í Ásbjörn nokkurn Óttarson þar sem hann tjáði sig um listamenn með eftirfarandi hætti:

"Af hverju geta þessir listamenn ekki farið að vinna og komið sér bara í eðlilega vinnu eins og allt venjulegt fólk."

Þessi ummæli hans hafa reynst og eiga eftir að reynast mér afskaplega vel í kennslu minni með fjölmörgum nemendum mínum í heimspeki. Þetta er tilvalið dæmi til að nota þegar nemendur eru æfðir í að móta spurningar. Það hefur verið gefið sterklega í skyn af frönskum heimspekingi sem ég þekki að íslendingar eigi erfitt með að spyrja en séu hinsvegar flinkir í að rífast. Til þess að æfa sig í því að komast að kjarna málsins og spyrja góðra heimspekilegra spurninga er tilvalið að nota ummæli Ásbjörns í  því skyni. Þannig við getum sett upp eftirfarandi verkefni fyrir helgina:

Ímyndaðu þér að þú sitjir í fyrirlestrarsal þar sem umræddur Ásbjörn segir sagt það sem hann sagði og vitnað er til hér að framan. Síðan er komið að fyrirspurnartíma og þá færðu tækifæri til að spyrja hann einnar spurngar út í ummæli sín. Hver er spurning þín. Reyndu að hafa spurningun eins einfalda og kjarnyrta og mögulegt er. Gott ráð þegar heimspekilegar spurningar eru mótaðar er að þær samanstandi ekki af fleiri orðum en 10-15. Kostur getur verið ef spurningar eru styttri.

Og áfram nú hver er þín spurning til Ásbjörns? Skrifist í "Athugasemdir".

JB

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

 Eiga Íslendingar alvöru Listamenn, sem þurftu að

vinna fullan vinnudag ?

Aðalsteinn Agnarsson, 9.10.2010 kl. 12:29

2 identicon

Hvað er venjulegt fólk?

Þórður Ingvarsson (IP-tala skráð) 9.10.2010 kl. 12:30

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Alltaf jákvætt þegar Sjálfstæðisflokkurinn minnir fólk reglulega á fyrir hvers konar afturhald og fordóma hann stendur.

hilmar jónsson, 9.10.2010 kl. 12:37

4 Smámynd: Jóhann Björnsson

Því miður Hilmar Jónsson þú ert fallinn á prófinu, reyndu aftur en ummæli þín "Alltaf jákvætt þegar Sjálfstæðisflokkurinn minnir fólk reglulega á fyrir hvers konar afturhald og fordóma hann stendur." er ekki spurning heldur nær því sem frakkinn var að tala um þegar hann gaf í skyn að íslendingar kynnu ekki að spyrja heldur bara að rífast. Koma svo Hilmar reyna aftur, þú getur alveg komið með beitta spurningu sem er betri en nokkur ummæli. :-)

Jóhann Björnsson, 9.10.2010 kl. 12:57

5 Smámynd: hilmar  jónsson

Shitt...Vissi ekki að ég hefði villst inni í skólastofu hjá þér í miðju prófi.

hilmar jónsson, 9.10.2010 kl. 13:02

6 identicon

Spurning mín yrði:

"Hvað er eðlileg vinna?"

Agnar Kr. Þorsteinsson (IP-tala skráð) 9.10.2010 kl. 13:53

7 Smámynd: Vendetta

Mín spurning:

Hvað telur þú að það yrðu margir listamenn eftir á Íslandi, ef þeir þyrftu að lifa á því sem verk þeirra seldust fyrir?

Þessi spurning er alveg óháð því hvað mér sjálfum finnst um listamannalaunin.

Vendetta, 9.10.2010 kl. 14:39

8 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Mín spurning yrði (með sama fyrirvara og Vendetta gerir):

Leyfir samfélagið að verkamaðurinn leggi niður skóflu sína og ákveði að gerast listamaður?

Kolbrún Hilmars, 9.10.2010 kl. 15:21

9 Smámynd: hilmar  jónsson

Hvar endar alheimurinn ?

hilmar jónsson, 9.10.2010 kl. 16:59

10 identicon

Hvort er þetta bloggsíða eða kennsluvefur?Eiga þeir sem skrifa athugasemir að gefa bloggara einkunn? Hver er franski heimspekingurinn sem þú þekkir? Ef ég get ekki ímyndað mér Ásbjörn í fyrirlestrarsal , hvað þá?

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 9.10.2010 kl. 17:03

11 Smámynd: Alan Smithee

Gætir þú endurtekið spurninguna?

Alan Smithee, 9.10.2010 kl. 17:18

12 identicon

Mín spurning myndi hljóða svona:

"Hvað þarf marga listamenn í eðlilegri vinna til að greiða sjálfum sér tugmilljónir í arð?"

bugur (IP-tala skráð) 9.10.2010 kl. 18:41

13 Smámynd: Reputo

Mín spurning yrði: Telur þú að þetta gæti gengið yfir fleiri hópa fólks? Þ.e. fólk sem fær opinberar greiðslur til að stunda áhugamál sín, á meðan tugþúsindir manna geta sinnt þeim að fullu í sínum frítíma og án opinberrar aðstoðar.

Reputo, 10.10.2010 kl. 00:03

14 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Skilgreindu listamann ?

Jón Aðalsteinn Jónsson, 10.10.2010 kl. 09:18

15 Smámynd: Sigurður Haukur Gíslason

Getur þú nefnt einn íslenskann listamann sem EKKI hefur hlotið neina ríkisstyrki? (ekki verið í niðurgreiddu námi)

Sigurður Haukur Gíslason, 10.10.2010 kl. 21:49

16 identicon

Það er næsta víst að listamannalaun hafa eyðilagt margan listamanninn.

Hvað eru listamannalaun annað en örorkubætur sem einhver elíta útdeilir til sinna vina/blah...

Niður með listamannalaus, upp með list.

doctore (IP-tala skráð) 11.10.2010 kl. 09:32

17 Smámynd: Vendetta

Ég mundi líka spyrja:

"Eru listamannalaun samkeppnishamlandi?"

Dr. E: Ertu þá að meina, að sköpunargáfan deyi þegar listamaðurinn fer á jötuna og listin kemst á færibandið?

Vendetta, 11.10.2010 kl. 19:22

18 Smámynd: Tómas Þráinsson

Af hverju fer ekki Ásbjörn út á markaðinn og vinnur eins og "venjulegt fólk" í stað þess að sitja á þingi og þiggja peninga fyrir að bulla í beinni útsendingu?

Tómas Þráinsson, 12.10.2010 kl. 21:01

19 Smámynd: Vendetta

Ég vil bæta því við til að fyrirbyggja misskilning, að ég dáist að góðri list og góðum listamönnum. Ég er hins vegar alfarið á móti því að gera listaverk að hluta af spákaupmennsku og gróðanámu fyrir aðra en listamannin sjálfan. Ljótt klessumálverk sem selt er fyrir 5 milljónir pund af á Sotheby's eftir að listamaðurinn deyr er enn sem áður klessumálverk og ekki list.

Vendetta, 13.10.2010 kl. 10:16

20 Smámynd: Elín Sigurðardóttir

Ég myndi einfaldlega spyrja "Ásbjörn hvenær ætlar þú að fá þér alböru vinnu?"

Elín Sigurðardóttir, 17.10.2010 kl. 15:26

21 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

HVERJIR ERU LISTAMENN- OG HVERJIR EKKI ? HVER DÆMIR ?

Erla Magna

Erla Magna Alexandersdóttir, 20.10.2010 kl. 21:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband